Hvað er ofnæmi? Ofnæmi er ónæmissvar gegn skaðlausum efnum eins og frjókornum, dýrum eða fæðu. Einkenni eru meðal annars hnerri, útbrot og öndunarerfiðleikar eða einkenni frá meltingarfærum ef fæða á í hlut. Meðferð felst í að forðast ofnækisvaldinn, ofnæmislyfjum, forvörnum og afnæmingu.
Ofnæmi er algengt hjá börnum og fullorðnum og með réttri greiningu, forvörnum og lyfjameðferð er hægt að draga verulega úr einkennum og bæta lífsgæði. Leitið til læknis við langvarandi eða alvarleg einkenni.
Einkenni
Nefrennsli, nefstífla og hnerri (ofnæmiskvef)
Kláði í augum, tárarennsli og rauð augu
Húðútbrot eins og ofnæmisexem og bólgur
Andþrengsli, hósti og önghljóð í öndunarvegi (ef astmi tengist ofnæminu)
Útbrot, magaverkir, uppköst eða niðurgangur eftir neyslu ofnæmisvalds í fæðu
Í alvarlegum tilfellum: Brátt ofnæmiskast (e. anaphylaxis) – getur verið lífshættulegt
Orsakir
Ofnæmi stafar af ofnæmissvörun ónæmiskerfisins við efnum sem eru annars skaðlaus
Algengir ofnæmisvaldar:
Gras, birki og önnur frjókorn
Köttur, hundur, hestar og önnur dýr. Mygla og rykmaurar
Fæða, til dæmis egg, mjólk, hnetur og sjávarfang
Skordýrabit, til dæmis býflugur og geitungar
Lyf, til dæmis pensillín eða bólgueyðandi lyf
Snertiefni og má nefna málma, ilmvatn eða efni í snyrtivörum
Meðferð
Forðast ofnæmisvalda eftir bestu getu.
Ofnæmislyf:
Andhistamín til að draga úr kláða, hnerri og bólgu
Bólgueyðandi nefúðar og augndropar
Berkjuvíkkandi og bólgueyðandi lyf ef öndunarfæri verða fyrir áhrifum
Ofnæmisónæming:
Felur í sér að einstaklingur fær ofnæmisvalda í smáum skömmtum til að byggja upp þol. Bæði til sem sprautur og töflur
Adrenalínpenni (Epipen) ef saga er um brátt ofnæmiskast
Hvenær skal leita til læknis?
Við viðvarandi ofnæmiseinkenni sem hafa áhrif á lífsgæði eða svefn
Ef einkenni versna þrátt fyrir meðferð eða ef þau koma oft aftur
Við alvarleg ofnæmisviðbrögð, til dæmis öndunarerfiðleika
Ef grunur er um fæðuofnæmi eða ef lyf valda viðbrögðum
Fyrir greiningu, prófanir og meðferðaráætlun hjá sérfræðingi (ofnæmis- eða lungnalækni)
Tíðni ofnæmis og astma hefur vaxið í hinum vestræna heimi á síðustu áratugum. Ástæðan er sennilega margþætt. Gæludýrum hefur fjölgað og við eyðum meiri tíma innan dyra en áður. Víða eru hús byggð sérstaklega til að spara orku, loftræsting er minni og algengt er að leggja teppi í hólf og gólf. Þetta leiðir til þess að ofnæmisvakar frá dýrum safnast fyrir í miklu magni og það er erfiðara að ná þeim í burtu.
Skoðaðu Ofnæmi fyrir dýrum. Bækling eftir Unni Steinu Björnsdóttur og Davíð Gíslason, lyflæknar og sérfræðingar í ónæmis- og ofnæmissjúkdómum. Aventis: 2002. Bæklinginn má einnig nálgast á skrifstofunni.