Í eftirfarandi ráðleggingum er stuðst við álit starfshóps á vegum amerísku ofnæmislæknasamtakanna (The American Academy of Allergy Asthma and Immunology (AAAAI)):
- Að finna þá sem eru í áhættuhópum
- Að spyrja þá sem eru á leið í aðgerð um einkenni sem geta bent á latexofnæmi
- Að rannsaka sjúklinga í áhættuhópum og með grunsamleg einkenni fyrir latexofnæmi
- Að tryggja að þeir sem hafa latexofnæmi geti farið í aðgerðir án þess að lenda í snertingu við latex
- Að merkja þá sem hafa þekkt latexofnæmi með Medic Alert merkjum
- Að þeir sem fengið hafa alvarleg einkenni beri á sér adrenalín-sprautur (Epi-Pen) í öryggisskyni
Áhættuhópar
- Fólk með spina bifida eða fæðingargalla í þvagrás
- Heilbrigðisstarfsfólk
- Starfsfólk í gúmmíiðnaði
Áhættuþættir
- Bráðaofnæmi
- Ofnæmi fyrir ávöxtum (sérstaklega banönum og kiwi)
- Margar skurðaðgerðir