Exem er bólgusjúkdómur í húð sem getur einkennst af ertingu, kláða og þurri eða roðinni húð. Sjúkdómurinn stafar af samspili erfða, viðkvæmrar húðvarnar og áreitis úr umhverfi.
Exem getur komið fram á mismunandi stöðum á líkamanum og tekið á sig ólíkar myndir. Einkennin geta verið væg, svo sem þurrkur og kláði, en einnig alvarlegri með sprungum, bólgu og sársauka sem hafa áhrif á daglegt líf.
Exem getur verið tímabundið eða langvinnt og er algengt að það tengist fjölskyldusögu um exem, ofnæmi eða astma. Með réttri greiningu, húðumhirðu og meðferð er oft hægt að draga úr einkennum og bæta líðan. Algeng áreiti sem geta aukið einkenni eru kuldi, þurrt loft, sápa, streita og ákveðin efni í fatnaði eða snyrtivörum.
Barnaexem er húðsjúkdómur sem lýsir sér sem kláði á afmörkuðum húðsvæðum og einnig sem litlar vatnsblöðrur á húðinni.
Handaexem er oft tengt erfðum og mikilli snertingu við vatn eða efni sem hafa þá áhrif á húðina. Meðferð snýst um að verja húðina, nota rakakrem, nota lyf og forðast það sem veldur exeminu.
Ofnæmisexem er langvinnur bólgusjúkdómur í húð sem kemur oft fram hjá einstaklingum með aðra ofnæmissjúkdóma eins og astma eða frjókornaofnæmi.
Urticaria eða ofsakláði er húðsjúkdómur sem einkennist af rauðum, upphleyptum útbrotum sem valda miklum kláða.
Húðskrift (dermografism) er algengt og yfirleitt vægt form ofsakláða, urticaria. Hún einkennist af því að húðin bregst við léttum snertingum eða rispum með því að myndast upphleypta rák – líkt og skrif í húðinni.