Astmi og íþróttir
Áreynsluastma þekkja flestir astmasjúklingar. Astmaeinkenni koma oft í ljós innan nokkurra mínútna eftir að þú reynir á þig líkamlega. Slík einkenni geta verið býsna kröftug. Ekki er vitað nákvæmlega hvað veldur áreynsluastma. Vitað er að áreynsla í köldu lofti veldur oft meiri einkennum en áreynsla í hlýju og röku lofti. Sund er til dæmis góð hreyfing fyrir flesta astmasjúklinga og veldur sjaldan áreynsluastma. Nokkrir astmasjúklingar með ofnæmi eiga þó erfitt með að þola klórinn í sundlaugum.
Lesa meira
Astmi á meðgöngu
Astmi er mjög sveiflukenndur sjúkdómur. Stundum finnur þú lítið sem ekkert fyrir astmanum en síðan koma tímabil með verri líðan og tíðum astmaköstum. Þannig er það einnig með astma á meðgöngu. Sumum konum líður miklu betur en öðrum getur versnað. Hafi astminn versnað á fyrstu meðgöngu er ekki þar með sagt að svo verði einnig á þeirri næstu. Hætta á vandamálum á meðgöngu er ekki aukin ef astmi þinn er vel meðhöndlaður.
Lesa meira
Astmi hjá ungbörnum
Astmalík einkenni koma oft í ljós hjá börnum á fyrstu þremur árum ævinnar. Öndunarfæraeinkenni eru afar algeng orsök þess að leitað er til lækna með ungbörn. Oft er þetta kallaður astmatískur bronkítis, berkjukvef eða bara astmi, en sannleikurinn er sá, að erfitt er að greina sjúkdóminn nákvæmlega hjá svo ungum börnum. Endurtekin einkenni auka líkur á staðfestri greiningu astma hjá börnum.
Lesa meira
Astmi og skólinn
Skólaganga astmaveikra barna á að vera eðlilegur hlutur en þó geta skapast vandamál tengd skólanum. Astmi er algeng orsök fjarvista frá námi og mörg börn mæta einnig í skóla þó að astmaeinkenni hrjái þau. Það getur verið erfitt að halda fullu starfsþreki og námsgetu ef astminn er erfiður.
Lesa meira
Astmi, ofnæmi og vinnustaðir
Það eru einkum þrír þættir sem valda astmaveikum vandræðum á vinnustöðum þeirra. Slæm loftræsting eða loftmengun, efni sem unnið er með og reykingar annarra starfsmanna.
Lesa meira
Astmi og sálarlífið
Við vitum öll að tilfinningar okkar og hugsanir geta haft áhrif á líkamlega líðan okkar. Þegar við hræðumst slær hjartað hraðar og prófskrekkur veldur okkur líkamlegri vanlíðan, svita og magaverkjum. Streita og taugaveiklun geta ekki framkallað astma hjá fólki sem aldrei hefur haft astma. En sálrænir þættir geta framkallað astmaeinkenni hjá astmaveiku fólki.
Lesa meira
Astmi, ofnæmi og fríið
Fólk með ofnæmi og astma getur átt eins góð frí og allir aðrir, bæði hér á landi og erlendis. En það getur kallað á betri undirbúning séu þessir sjúkdómar til staðar. Sýna verður örlítið hyggjuvit við val á ákvörðunarstað. Þú veist best hvað þú þolir og hvað er ekki heppilegt.
Lesa meira
Astmi og híbýli
Síðari árin hefur athygli beinst að áhrifaþáttum í nánasta umhverfi astmasjúklinga, á heimili, vinnustöðum, skóla og svo framvegis. Nýjar byggingar á Íslandi eru mjög vel einangraðar, gluggar þéttir og við kyndum hús okkar meira en aðrar þjóðir.
Lesa meira
Astmi, svefnherbergið og rúmið
Hafir þú ofnæmi fyrir ryki eða rykmaurum er afar mikilvægt að gera vissar ráðstafanir varðandi svefnherbergi þitt, rúm og rúmfatnað. Rúmið, sængur og koddar eru kjörumhverfi fyrir rykmaura og þar er rakastig oft hærra en annars staðar í umhverfi þínu.
Lesa meira
Ryk og innréttingar
Hafi astmasjúklingur ofnæmi er mikilvægt að haga innréttingu híbýla í samræmi við það. Hafi viðkomandi ofnæmi fyrir hundum eða köttum ber augljóslega að hindra að slík dýr komi inn í híbýli sjúklingsins. Oft getur reynst erfitt að losa sig við heimilisdýr og fjölskyldan verður að finna lausn sem allir sætta sig við.
Lesa meira
Astmi og ofnæmi, tengd atvinnu eða starfsgreinum
Gegnum starf okkar komumst við oft í snertingu við ýmis efni sem eru annars ekki þáttur í heimilislífi okkar eða frístundum. Iðnaður notar margvísleg efni og efnasambönd sem geta aukið hættu á atvinnutengdum sjúkdómum, þar meðtöldum astma.
Lesa meira
Val astmasjúklinga á störfum
Astmasjúklingar þurfa oft að taka tillit til sjúkdómsins þegar kemur að því að velja sér starfsvettvang. Ýmislegt í umhverfi vissra starfsgreina getur valdið þeim óþægindum og espað lungnaberkjur þeirra. Óheppilegt starf getur fengið annars væg astma- eða ofnæmistilfelli til að blossa upp að nýju.
Lesa meira
Astmi hjá börnum (bæklingur)
Skoða bækling