EXEM

Hvað er exem? Exem er algengur langvinnur húðsjúkdómur sem birtist vanalega snemma á barnsaldri. Einkenni exema eru útbrot í húð sem valda oft óþægindum eins og kláða, roða og þurrki.

Exem getur haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklinga en með réttri meðhöndlun er hægt að halda einkennum í skefjum. 

Einkenni 

  • Útbrot; kláði, roði og bólga og/eða þurr húð

Algengast er að exem myndist á olnboga- eða hnésbótum, úlnliðum og ökklum, hálsi, andliti, baki, hársverði og höndum. Það getur myndast hvar sem er á líkamanum.


Orsakir 

  • Erfðir: Fjölskyldusaga um exem, astma eða ofnæmi eykur líkur á exemi
  • Ónæmiskerfið: Röskun í ónæmiskerfi sem bregst við ertandi efnum eða ofnæmisvöldum
  • Umhverfisþættir: Kuldi, þurrt loft, ryk, frjókorn og hár gæludýra geta valdið einkennum
  • Ofnæmi: Fæðuofnæmi, sérstaklega hjá börnum, getur haft áhrif á exem
  • Hormónabreytingar: Til dæmis getur exem versnað á meðgöngu eða nokkrum dögum fyrir blæðingar
  • Streita: Andleg streita getur aukið líkur á að exem blossi upp

Meðferð 

  • Rakakrem: Dagleg notkun á rakakremum hjálpar til við að viðhalda raka í húðinni
  • Sterakrem og önnur bólgueyðandi krem: Notuð við bólgu og kláða; mikilvægt að fylgja leiðbeiningum læknis
  • Forðast ertandi efni: Sápur, ilmefni og ákveðnir vefnaðarvörur geta versnað einkenni
  • Þvottur: Nota mildar sápur og þvottaefni og skola vel. Mikilvægt er að bera rakakrem á húðina eftir sund og bað
  • Lyf: Í sumum tilvikum eru ávísað lyfi eins og andhistamín eða sýklalyf við sýkingum og jafnvel önnur mjög öflug lyf, eins og líftæknilyfi
  • Ljósameðferð: Notuð við alvarlegum tilfellum þegar önnur meðferð dugar ekki
  • Lífsstílsbreytingar: Halda húðinni hreinni og rakri, huga að mataræði og forðast streitu

Hvenær skal leita til læknis?

  • Ef einkenni versna eða lagast ekki með meðferð heimafyrir
  • Ef húðin sýnir merki um sýkingu (roði, hiti, gröftur)
  • Ef exem hefur áhrif á svefn eða daglegt líf
  • Ef þörf er á sterkari lyfjum eða sérhæfðri meðferð