Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands vegna 2022
Borgartún 28a, 16. maí 2023, kl. 17:15.
Mætt: Björn Árdal, Björn Ólafur Hallgrímsson, Fríða Rún Þórðardóttir, Sólveig Skaftadóttir, Tonie Gertin Sörensen, Hermann Heiðar Austmar, Guðrún Erla Þorvaldsdóttir, Sif Haubsdóttir, Hanna Rogina Guttormsdattiv
Forföll boðuðu: Harpa Rut Hafliðadóttir, Selma Árnadóttir.
Dagskrá aðalfundar
1. Formaður setur fundinn.
Formaður bauð fundarmenn velkomna á aðalfund AO vegna 2022. Þá var gengið til dagskrár.
2. Kjör fundarstjóra og skipun fundarritara.
Formaður lagði til að Björn Ólafur Hallgrímsson yrði fundarstjóri og samþykkti fundurinn og Björn Ólafur það samhljóða.
Björn Ólafur stakk upp á sitjandi formanni, Fríðu Rún Þórðardóttur sem fundarritari og var það samþykkt samhljóða.
Fundarstjóri þakkaði traustið og gekk til dagskrár. Hann úrskurðaði aðalfundinn löglegan þar sem löglega hafi verið til hans boðað. Hann var auglýstur þann 20. mars á heimasíðu AO og facebook síðu auk þess sem allir félagar fengu boð um fundinn með tölvupósti. Áminning var send út 8. og 15. maí á alla félagsmenn. Fundarstjóri stakk upp á að fundurinn vegna 2023 verði auglýstur víðar en verið hefur sl. ár.
3. Fundargerð
Farið var yfir fundargerð síðasta aðalfundar sem var samþykkt samhljóða. Fundargerðir aðalfunda eru nú inni á heimasíðu AO (www.ao.is/ um félagio).
4. Skýrsla stjórnar
Formaður flutti skýrslu stjórnar og stiklaði á stóru um verkefni liðins árs en skýrslan (4 bls.) hafði verið lögð fram fyrir fundinn.
5. Skýrsla gjaldkera
Formaður fór yfir rekstrarreikning vegna ársins 2022. Á árinu 2022 gekk áfram vel að afla styrkja sem er grundvöllur fyrir því ao ýmiss verkefni félagsins komist tii famkvæmda og hlutust styrkir frá ÖBÍ, Reykjavíkurborg, Lýðheilsusjóði og Heilbrigðisráðuneytinu. Rekstur er í góðu jafnvægi.
Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir félagsins 50.254.145 kr (samanborið við 48.169.475 kr árið á undan) og var eigið fé í árslok 50.098.360 kr (samanborið við 48.009.857 kr árið á undan) Styrkir hækkuð sem nam 1.6 milljón Hagnaður ársins var 2.088.503 kr (samanborið við 220.820 kr árið á undan) og var aukning í handbæru fé 2.057.310 kr (samanborið við 141.101 kr árið á undan). Lækkun upp á 111.000 kr varð á tekjum vegna námskeiðahalds.
6. Skýrslur nefnda og sjóða
Skýrsla um starfsemi Styrktarsjóðsins var flutt af formanni.
7. Umræður um skýrslur. Ársreikningar bornir upp.
Ársreikningurinn var borinn upp og samþykktur samhljóða sem og skýrsla stjórnar AO.
8. Ákvörðun félagsgjalda sbr. 6. gr.
Formaður lagði fram tillögu um að félagsgjaldinu yrði haldið óbreyttu, 3.000 kr, 1.500 kr fyrir lífeyrisþega og börn. Starfsmaður flutti stutta tölu um félagsgjöldin og að mögulega ætti að bjóða upp á fjölskyldugjald einnig að stjórnarmenn væru undanþegnir árgjaldi.
9. Lagabreytingar
Engar lagabreytingar lágu fyrir. Stafsetningarleiðrétting var gerð á
10. Formannskjör
Fundurinn stakk upp á sitjandi formanni, Fríðu Rún Þórðardóttur, sem áframhaldandi formann AO. Fundurinn tok undir og samþykkti tilloguna samnijooa. Frioa Kun pakkaði traustio.
11. Kjör tveggja meðstjórnenda.
Sólrún Melkorka Maggadóttir var kjörin í stjórn til tveggja ára í stað Björns Rúnars Lúðvíkssonar sem lét af embætti sem aðalmaður. Sólveig Skaftadóttir var kjörin í stjórn til tveggja ára.
Núverandi stjórn er því. Fríða Rún Þórðardóttir formaður, Sea Ama varavu, sii Hauksdóttir, Sólrún Melkorka Maggadóttir (læknir) og Sólveig Skaftadóttir
12. Kjör þriggja varamanna
Harpa Rut Hafliðadóttir, Guðrún Erla Þorvarðardóttir, Hermann Heiðar Austmar voru kjörin til eins ars. Guðrún Ósk Guðjónsdóttir lét af stjórnarsetu.
13. Kjör tveggja skoðunarmanna og eins til vara.
Skoðunarmenn eru Sólveig Hildur Björnsdóttir og Hanna Regína Guttormsdóttur. Ari Víðir Axelsson er áfram varamaður.
14. Stjórnarkjör Styrktarsjóðs (kt: 650202-3680)
Samkvæmt lögum Styrktarsjóðsins er formaður AO sjálfkjörinn í formannssæti sjóðsins, það embætti helst því óbreytt. Stjórnina skipa nú auk formanns AO, Dagný Erna Lárusdóttir, Sólrún Melkorka Maggadóttir (læknir), Sólveig Skaftadóttir og Thelma Grímsdóttir.
Varamenn eru Djon Audal (кин), Пашна Rезіна бионий од og Tonie Gentin Sörensen.
15. Aðrar kosningar
Stjórn var falið að kjósa fundarmenn á ársfund SÍBS sem haldinn verður 25. maí.
16. Önnur mál.
Björn Árdal spurði hvernig halda ætti upp á 50 ára afmælið. Formaður svaraði því til að stjórn væri búin að tala um málþing, fræðslu frá læknum til foreldra barna með fæðuofnæmi sem og opnun nýrrar heimasíðu.
Formaður þakkaði fundarstjóra, Birni Ólafi fyrir fundarstjornina og fundarmonnum fyrir þátttökuna og málefnalegan fund.
Fundi slitið kl. 10.30
Fundargerð ritaði Fríða Rún Þórðardóttir