Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands vegna 2023
Borgartún 28a, 23. maí 2024, kl. 17:30.
Mætt: Fríða Rún Þórðardóttir, Sólveig Skaftadóttir, Tonie Gertin Sörensen, Dagný Erna Lárusdóttir, Guðrún Erla Þorvaldsdóttir, Harpa Rut Hafliðadóttir, Selma Árnadóttir.
Forföll boðuðu: Björn Árdal, Sif Hauksdóttir, Hanna Regina Guttormsdóttir, Hermann Heiðar Austmar
Dagskrá aðalfundar
1. Formaður setur fundinn.
Formaður bauð fundarmenn velkomna á aðalfund AO vegna 2023. Þá var gengið til dagskrár.
2. Kjör fundarstjóra og skipun fundarritara,
Formaður lagði til að Sólveig Skaftadóttir yrði fundarstjóri og samþykkti fundurinn og Sólveig það einróma.
Sólveig stakk upp á sitjandi formanni, Fríðu Rún Þórðardóttur sem fundarritari og var það samþykkt samhljóða.
Fundarstjóri þakkaði traustið og gekk til dagskrár. Hún úrskurðaði aðalfundinn löglegan þar sem löglega hafi verið til hans boðað. Fundurinn var auglýstur þann 22. janúar á heimasíðu AO og facebook síðu auk þess sem allir félagar fengu boð um fundinn með tölvupósti. Áminning var send út 8. og 15. maí á alla félagsmenn og stofnaðurð var viðburður á FB. Fundarstjóri stakk upp á að fundurinn vegna 2024 verði auglýstur á sama hátt með stofnun viðburðar á FB.
3. Fundargerð
Farið var yfir fundargerð síðasta aðalfundar sem var samþykkt samhljóða. Fundargerðir aðalfunda eru nú birtar á heimasíðu AO (www.ao.is/ um félagið).
4. Skýrsla stjórnar
Formaður flutti skýrslu stjórnar og stiklaði á stóru um verkefni liðins árs en skýrslan (4 bls.) hafði verið lögð fram fyrir fundinn og stjórnarmenn fóru yfir skýrsluna og var hún samþykkt af stjórn án athugasemda.
5. Skýrsla gjaldkera
Formaður fór yfir rekstrarreikning vegna ársins 2023. Á árinu 2023 gekk áfram vel að afla styrkja sem er grundvöllur fyrir því að ýmiss verkefni félagsins komist til framkvæmda og hlutust styrkir frá ÖBÍ, Reykjavíkurborg, Lýðheilsusjóði og Heilbrigðisráðuneytinu. Rekstur er í góðu jafnvægi.
Samkvæmt efnahagsreikningi voru tekjur af reglulegri starfsemi kr 5.563.400 og tekjur af innistæðum kr 3.031.500. Hagnaður nam 255.723 kr samanborið við 2.088.503 árið á undan, en var sambærilegt og árið 2021. Námu eignir félagsins 50.708.027 kr samanborið við 50.254.145 kr árið á undan. Styrkir hækkuð sem nam 250.000 kr og tekjur af útgáfu starfsemi voru ívið hærri en árið á undan. Mikil lækkun varð á innheimtum félagsgjöldum og þarf að fylgja innheimtum betur eftir á komandi árum.
6. Skýrslur nefnda og sjóða
Skýrsla um starfsemi Styrktarsjóðsins var flutt af formanni.
7. Umræður um skýrslur. Ársreikningar bornir upp.
Ársreikningurinn var borinn upp með fyrirvara um breytingar á heiti félagsins í ársreikninguna og samþykktur samhljóða sem og skýrsla stjórnar AO.
8. Ákvörðun félagsgjalda sbr. 6. gr.
Staða félagsins gagnvart innheimtu félagsgjalda var rædd og ákveðið að félagsgjaldið yrði óbreytt, 3.000 kr fyrir almennan félaga og 1.500 kr fyrir lífeyrisþega og börn 18 ára og yngri,. sér í lagi í ljósi þess hve illa gekk að innheimta gjöldin fyrir síðasta starfsár.
9. Lagabreytingar
Engar lagabreytingar lágu fyrir fyrir þennan fund en lagt til að fyrir næsta aðalfund verði 6. grein um félaggjöld endurskoðuð. Einnig var rætt varðandi skráningu félagsins á almannaheilla skrá og lagabreytingu sem þarf að eiga sér stað í aðdragandanum. Vísað til stjórnar.
10. Formannskjör
Fundurinn stakk upp á sitjandi formanni, Fríðu Rún Þórðardóttur, sem áframhaldandi formann AO. Fundurinn tók undir og samþykkti tillöguna samhljóða. Fríða Rún þakkaði traustið.
11. Kjör tveggja meðstjórnenda
Selma Árnadóttir var kjörin í stjórn til tveggja ára og sömuleiðis Harpa Rut Hafliðadóttir. Núverandi stjórn er því. Fríða Rún Þórðardóttir formaður, Selma Árnadóttir varaformaður, Harpa Rut Hafliðadóttir, Sólrún Melkorka Maggadóttir (læknir) og Sólveig Skaftadóttir
12. Kjör þriggja varamanna
Guðrún Erla Þorvarðardóttir, Hermann Heiðar Austmar og Sif Hauksdóttir voru kjörin til eins árs.
13. Kjör tveggja skoðunarmanna og eins til vara.
Skoðunarmenn eru Sólveig Hildur Björnsdóttir og Hanna Regina Guttormsdóttur. Ari Víðir Axelsson er áfram varamaður.
14. Stjórnarkjör Styrktarsjóðs (kt: 650202-3680)
Samkvæmt lögum Styrktarsjóðsins er formaður AO sjálfkjörinn í formannssæti sjóðsins, það embætti helst því óbreytt. Stjórnina skipa nú auk formanns AO, Dagný Erna Lárusdóttir, Sólrún Melkorka Maggadóttir (læknir). Sólveig Skaftadóttir og Björn Rúnar Lúðvíksson. Thelma Grímsdóttir óskaði eftir að hætta í stjórn.
Varamenn er Björn Árdal (læknir), Hanna Regina Guttormsdóttir og Tonie Gertin Sörensen.
15. Aðrar kosningar
Ákvarðað var hverjir yrðu fulltrúar AO á ársfund SÍBS sem haldinn verður 28. Maí og verða það Selma Árnadóttir, Fríða Rún Þórðardóttir, Guðrún Erla Þorvarðardóttir.
16. Önnur mál
Foreldrafundur AO verður haldinn 4. júní nk. í SÍBS, Harpa Rut hannar auglýsingu og verður viðburðurinn auglýstur sem víðast.
Formaður þakkaði fundarstjóra, Sólveigu, fyrir fundarstjórnina og fundarmönnum fyrir þátttökuna og málefnalegan fund.
Formaður sleit fundi kl. 18:40
Fundargerð ritaði Fríða Rún Þórðardóttir