Berkjuvíkkandi lyf (adrenvirk lyf) slá vel á einkenni, en draga ekki úr viðkvæmni eða bólgum. Berkjuvíkkandi lyf geta valdið titringi í höndum og vægum hjartslætti. Til eru bæði skammvirk og langvirk berkjuvíkkandi lyf. Skammvirk lyf eru notuð eftir þörfum, þegar einkenni gera vart við sig, eða fyrirbyggjandi við áreynslu. Langvirk lyf eru notuð reglulega með steralyfjum.
Bólgueyðandi steralyf draga úr bólgum og viðkvæmni í öndunarfærum. Þau draga þannig úr hættunni á samdrætti í berkjum. Margir astmasjúklingar þurfa steralyf í formi innúða sem eru notuð reglulega. Leitast skal við að nota minnsta skammt sem heldur sjúklingi einkennalausum. Steralyf geta valdið þruskubólgu í munni og koki og því er ráðlagt að skola munn og kok eftir notkun þeirra.
Lyf sem hindra ofnæmisviðbrögð verka best þegar einkenni eru ekki viðvarandi, heldur koma af og til. Leucotrien viðtakablokkar draga úr áhrifum ákveðinna ofnæmisboðefna í líkamanum og hafa sjaldan aukaverkanir. Þessi lyf eru gjarnan notuð m eð langverkandi berkjuvíkkandi lyfjum og steralyfjum. Andkólínvirk berkjuvíkkandi lyf hafa litlar aukaverkanir og eru notuð með eða í staðinn fyrir adrenvirk lyf. Xantínafleiður eru lyf með berkjuvíkkandi áhrifum og eru notuð með öðrum astmalyfjum, einkum adrenvirkum lyfjum og steralyfjum. Þau geta valdið óþægindum frá meltingarvegi.
Afnæmismeðferð (immunotherapy)
Afnæmismeðferð byggist á því að gefa ofnæmisvaka sem einstaklingur er með staðfest ofnæmi fyrir. Vaxandi skammtar ofnæmisvakans eru gefnir með sprautum undir húð. Afnæmismeðferð við dýraofnæmi hefur gefið misgóðan árangur og er ekki hættulaus. Meðferðin tekur 3-5 ár.
Fyrirbyggjandi, bólgueyðandi lyfjameðferð
Astmi er langvinnur sjúkdómur. Sjúkdómurinn orsakast af aukinni viðkvæmni og bólgum í berkjuslímhúð sjúklinga. Þau lyf sem fyrirbyggja þessar slímhúðarbreytingar eru innönduð steralyf eða ofnæmislyf. Hér verður mest fjallað um bólgueyðandi steralyf.
Lesa meira
Önnur fyrirbyggjandi lyfjameðferð gegn ofnæmi og astma
Til eru önnur fyrirbyggjandi lyf við astma. Þau er helst notuð ef astmasjúklingurinn er með greint ofnæmi fyrir t.d. frjókornum. Lyf þessi hindra að vissar frumur líkamans gefi frá sér boðefni sem framkalla astmaeinkenni. Lyfin verka þó aðeins séu þau tekin fyrirbyggjandi þ.e. áður en sjúklingurinn verður fyrir áreiti af völdum ofnæmisvakans. Lyfin verka ekki hafir þú þegar fengið einkenni eða astmakast.
Lesa meira
Berkjuvíkkandi lyfjameðferð
Berkjuvíkkandi lyf verka á slétta vöðva í lungnaberkjum. Í astma dragast lungnaberkjurnar saman vegna krampa eða samdráttar í þessum vöðvum. Lyfin virka slakandi á vöðvana og það leiðir til berkjuvíkkunar. Verkun lyfjanna hefst venjulega innan 5-10 mínútna en varir mislengi. Svokölluð skammvirk lyf verka í 3-6 tíma en langvirk lyf, sem einnig eru til, verka í 12-24 tíma.
Lesa meira
Teofyllín-lyf í astmameðferð
Teofyllín er astmalyf sem einungis fæst sem töflur eða stungulyf. Verkunarmáti teofyllín-lyfja er ekki fullþekktur en þessi lyf verka berkjuvíkkandi, svipað og innönduðu berkjuvíkkandi lyfin. Teofyllín-lyf eru helst notuð til að hindra næturastma og í mjög erfiðum tilfellum.
Lesa meira
Önnur lyf sem notuð eru í astmameðferð
Atrovent (ipratropium) hefur einnig svipuð berkjuvíkkandi áhrif og þau lyf sem fjallað er um í kaflanum um berkjuvíkkandi lyf. Atrovent hindrar viss taugaboð sem aftur kemur í veg fyrir að sléttir vöðvar berkjanna dragist saman. Lyfið er til innöndunar og fæst bæði sem þrýstingsúði og þurrduft til innöndunar. Aukaverkanir eru nánast engar. Læknir getur sagt þér hvort Atrovent er lyf sem gæti hæft sjúkdómsástandi þínu.
Lesa meira