Er ég með exem? Ertu að upplifa eitt eða fleiri af eftirfarandi einkennum? Þá gæti verið að þú sért með exem. Mikilvægt þó að leita til læknis til greiningar og meðferðar.
- Ertu með rauð, þurr eða sprungin húðsvæði sem klæja mikið? Kláði er eitt helsta einkenni exems.
- Ertu með útbrot eða bólgukennda bletti á húðinni? Einkennin birtast oft á höndum, hálsi, andliti, innan á olnbogum eða aftan á hnjám.
- Ertu með húð sem er gróf, þykk eða hreistruð? Langvinn exem getur valdið breytingum á húðinni með tíma.
- Finnur þú fyrir sviða eða ertingu þegar þú notar húðvörur eða snertir ákveðin efni? Exem í húð er oft viðkvæmt fyrir efnum, sápum og ilmefnum.
- Koma einkennin í köstum eða versna við ákveðnar aðstæður? Kuldi, stress, ofnæmisvaldar eða sviti geta valdið því að einkennin versna.
- Ertu með sár eða sprungur í húðinni sem stundum sýkjast? Húðin verður viðkvæmari fyrir sýkingum þegar hún er bólgin og sprungin.
- Eru aðrir í fjölskyldunni með exem, astma eða ofnæmi? Exem er oft arfgengt og tengist öðrum ofnæmissjúkdómum.
Ef þú kannast við einhver þessara einkenna er mikilvægt að fá faglega greiningu. Meðferð felur oft í sér rakagefandi krem, bólgueyðandi smyrsl. Svo ber að forðast ertandi efni.