Við hjá Öryrkjabandalag Íslands, ÖBÍ ætlum að vera sýnileg í kröfugöngunni 1. maí n.k. Þar ætlum við að taka pláss og leggja þunga áherslu á kröfur okkar með fjöldanum.
Mætum öll. Tökum makann, börnin, ættingja og vini með okkur. Við erum í harðri baráttu fyrir betri kjörum. Sýnum það í verki!
Við hjá ÖBÍ ætlum að safnast saman hjá Hlemmi - þar sem nú er mathöllin – klukkan eitt. Þar afhendum við kröfuspjöldum og regnslám og peppum okkur saman áður en gangan heldur af stað kl. 13:30.
Útifundur verður á Ingólfstorgi kl. 14:10, en ÖBÍ verður með viðburð á Lækjartorgi þegar gangan fer þar hjá. Þar má enginn láta sig vanta. Við ætlum að sýna hvernig spilað er með fólk!
Hressing, kakó, kaffi og kleinur í boði.