Styrkur 2020

Astma- og Ofnæmisfélag Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki í Styrktarsjóð félagsins sem veitt verður úr í samræmi við tilgang sjóðsins sem er að:

 

*   stuðla að aukinni þekkingu á astma- og ofnæmissjúkdómum.

*   styrkja lækna og aðra sem leita sér fagþekkingar á ofangreindum sjúkdómum og kunnáttu í meðferð  þeirra með framhaldsnámi eða rannsóknum á þessu sviði.


Umsóknin þarf að innihalda upplýsingar um umsækjandann, í hverju verkefnið felst, áætlaðan kostnað, tímaramma og stutta greinargerð um gildi verkefnissins fyrir Astma- og ofnæmissjúka á Íslandi.
 
Umsóknir skulu berast á rafrænu formi fyrir miðnætti þann 30. maí nk. á netfangið ao@ao.is og frida@heilsutorg.com með fyrirsögninni „Styrkumsókn 2020“  
 
Styrkirnir verða afhentir á aðalfundi félagsins þann 2. júní nk.

Nánari upplýsingar veitir Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Astma og ofnæmisfélags Íslands í síma 898-8798 eða á netfangið frida@heilsutorg.com

Styrktarsjóður augl. vegna 2020.pdf