Sérhannað námskeið um ofnæmisfæði 4. og 5. apríl

Astma- og ofnæmisfélag Íslands hefur hannað námskeið um eldun ofnæmisfæðis sem nú þegar hefur verið haldið víða um land og náð til hátt í 200 manns.

Námskeiðið er hannað með þarfir skjólstæðinga félagsins í huga og er markhópur námskeiðsins fólk sem starfar í leikskólum, skólum og frístundastarfi, einkum þeim sem starfa í eldhúsum. Einnig höfðar námskeiðið til heimilisfræðikennara, starfsfólks annarra stofnana og fyrirtækja, sem og starfsmanna í mötuneytum, á veitingahúsum og síðast en ekki síst í matvælaframleiðslu. Hugmyndin að námskeiðinu kviknaði í samræðum við foreldra ofæmisbarna og fullorðna einstaklinga með fæðuofnæmi og –óþol sem finnst öryggi og þekking oft ekki nægjanlegt.

Markmið námskeiðsins er því að bjóða upp á faglega fræðslu um fæðuofnæmi og –óþol og verklega kennslu í eldun ofnæmisfæðis.

Námskeiðið er opið öllum sem vilja auka þekkingu sína er snýr að fæðuofnæmi og –óþoli en leiðbeinendur er fagfólk á sviði næringar og matargerðar.

Menntaskólanum í KópavogiNæsta námskeið verður haldið í Menntaskólanum í Kópavogi  4. og 5. apríl. Fyrirhugað er að byrja um kl. 13 en bóklegi hlutinn

stendur í 3 klst með stuttu hléi og verklegi hlutinn í um það bil 3 klst.

Skráning er á netfangið ao@ao.is og fyrir nánari upplýsingar frida@heilsutorg.is

Fríða Rún Þórðardóttir, Selma Árnadóttir, Margrét S. Sigbjörnsdóttir


Um kennarana:

Selma Árnadóttir er stjórnarmaður í Astma- og ofnæmisfélagi Íslands og móðir barns með

fæðuofnæmi. Hún er núvitundarkennari (MBSR), með diplomagráðu á meistarastigi í jákvæðri sálfræði (Positive Psychology), MBA og kennarapróf B.Ed.. Selma starfaði sem stjórnandi innan skóla- og frístundaumhverfisins um árabil en er nú annar eigendi “Af heilum hug” sem sinnir ráðgjöf og fræðslu sem byggir á grunni jákvæðrar sálfræði og núvitundar.

Fríða RúnÞórðardóttir er næringarfræðingur og næringarráðgjafi, starfar sem slík í Eldhúsi Landspítala og hefur þar yfirumsjón með ofnæmis- og óþolsfæði og öllu sérfæði. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra um næringu, kennt matartæknum við Mennaskólann í Kópavogi ásamt Margréti og ritað bók um næringarfræði, „Góð næring betri árangur í íþróttum og heilsurækt“.  Fríða Rún er formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands. 

Margrét S. Sigbjörnsdóttir er hússtjórnarkennari að menntmeð framhaldsnám í næringarfræði frá háskólanum í Árósum. Hún hefur starfað sem skólastjóri Hússtjórnarskólans á Hallormsstað, kennari við Snælandsskóla og Smáraskóla í Kópavog og verið stundakennari við heimilisfræði í Kennaraháskóla Íslands. Er í dag kennari og fagstjóri við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi.

Skráning er á netfangiðao@ao.is og fyrir nánari upplýsingar frida@heilsutorg.is

Fríða Rún Þórðardóttir, Selma Árnadóttir, Margrét S. Sigbjörnsdóttir