Reykjavíkurmaraþon 2017

Kæri AO félagi og aðrir viðtakendur

 
Vonum að þið hafið það sem allra best og séuð að njóta sumarsins.

 

Astma- og ofnæmisfélag Íslands (AO) er á lista þeirra góðgerðarfélaga sem hlaupið er fyrir í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer í þrítugasta og fjórða sinn laugardaginn 19. ágúst næstkomandi.

Undanfarin ár hafa félagar í AO og aðstandendur einstaklinga með astma og ofnæmi hlaupið til góðs og safnað verulegum fjárhæðum sem hafa komið sér vel í starfi félagsins. Í fyrra náðu AO félagar að safna meiru en nokkru sinni áður og vorum við afar þakklát fyrir það.

Þeir sem hlaupa eru þó ekki einir í liðinu okkar því hlaupararnir hafa fengið hvatningu og áheit frá öðrum félögum og velunurum sem hafa mætt við hlaupaleiðina og hvatt hlauparana áfram. Þannig leggja margir sitt lóð á vogarskálina.

 
Ef þú vilt hlaupa til góðs og safna áheitum fyrir Astma- og ofnæmisfélag Íslands, félagið okkar, getur þú skráð þig til leiks á
www.marathon.is eða http://www.hlaupastyrkur.is/
 
Ef þú vilt taka þátt með því að heita á einhvern af okkar frábæru hlaupurum sem leggja félaginu okkar lið getur þú farið inn á
http://www.hlaupastyrkur.is/einstaklingar/ og valið hlaupagarp.
 

Við hvetjum einnig einstaklinga til að hreyfa sig og huga að heilsunni á þann máta. Það væri gaman að heyra í þeim sem að ætla að hlaupa fyrir okkur í ár, vinsamlegast sendu póst á ao@ao.is og við svörum um hæl.

 

Gangi þér/ykkur vel

Með bestu kveðjum,

Stjórn Astma- og ofnæmisfélags Íslands