Ágætu félagsmenn.
Í september, nánar tiltekið 15. - 19. nk., fer fram ráðstefna í París á vegum ERS http://ers-congress2018.com/ .
Á ráðstefnunni verða ma. flutt 5-10 mínútna erindi frá sjúklingum er snúa að astma, ofnæmi, lífsgæðum og áskorunum í daglegu lífi, upplýsingar sem geta verið mjög gagnlegar ráðstefnugestum í þeirra vinnu með sjúklingum og þegar unnið er í stjórnkerfinu við að bæta hag sjúklinga. Samtök lungnasjúklinga og AO eiga rétt einum sameiginlegum fulltrúa á ráðstefnunni og auglýsa félögin hér með eftir umsækjendum.
Umsóknarfrestur er 30. júní nk. Hluti af skilyrðunum eru að geta gert sig vel skiljanlegan á ensku fyrir framan stóran áheyrendahóp. Engrar sérfræðikunnáttu er krafist, hér erum við að tala um mannlega þáttinn og lífsreynslu.
Áhugasamir geta sent inn umsóknir á ao@ao.is og lungu@lungu.is með upplýsingum um fullt nafn og fæðingarár, símanúmer og stuttri lýsingu á því hvers vegna viðkomandi sé góður kandídat í verkefnið. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál
Fyrir hönd AO og Samtök lungnasjúklinga
Fríða Rún Þórðardóttir, formaður AO, Aldís Jónsdóttir varaformaður Samtaka lungnasjúklinga