Lærum að anda rétt á öndunarnámskeiði

Ertu með astma? Viltu koma á öndunarnámskeið? Kennt er á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum milli klukkan 8:30 eða 19.30.

Námskeiðið hentar sérlega vel einstaklingum með astma og ofnæmi. Einnig þeim sem eru með öndunarerfiðleika, kvefsækni og aðra nútímasjúkdóma, eins og kæfusvefn og kvíða.

Þaulreyndur kennari

Monique van Oosten kennir og er viðurkenndur Buteyko-þjálfari. Hún hefur rannsakað öndun og öndunaraðferðir. Hún er sjúkraþjálfari með Msc. í lýðheilsuvísindum fyrir fólk með astma. Hún hefur mjög góða reynslu af þessari aðferðafræði fyrir fullorðin fólk með astma. Aðferðin hentar einnig börnum vel.

Markmið námskeiðsins:

  • Að þátttakendur öðlist skilning á tengslum öndunar og einkenna, eins og astma og ofnæmi
  • Nái tökum á öndun í daglegu lífi og við áreynslu
  • Minnka einkenni eins og andnauð, þreytu og kvíða
  • Bæta þol og þrek

Námskeiðið er kennt hjá Sjúkraþjálfuninni Táp. Það samanstendur af átta 45 mínútna kennslustundum. Hópmeðferðir og einstaklingstímar eru í boði eftir samkomulagi.

Lærum að anda rétt

Í meðferðinni fræðast þátttakendur um eðlilega og óhagstæða öndun. Einnig hvernig öndun getur haft áhrif á einkenni og hvernig lífstíl hvers og eins hefur áhrif á öndun. Kenndar eru aðferðir til að fá öndunina hagstæða og eðlilega. Rætt hvernig gott er að hreyfa sig í samræmi við öndunina og halda þannig stjórn á henni.

Meðferðin er byggð á þjálfunaráætlun. Í fyrstu er kennt að verða meira meðvitaður um öndunina, síðan er kennt hvernig má minnka einkennin og koma í veg fyrir þau. Einnig er kennt hvernig samræma má öndun og hreyfingu og halda stjórn á astmanum í daglegu lífi. Unnið er með einfaldar mælingar til að meta árangur.

Nánari upplýsingar og tímapöntun fyrir sjúklinga er hægt að fá í síma 8998456 og í tölvupósti: monique.v.oosten@gmail.com

pdfÖndunarmeðferð_Flyer.pdf