Nýtt afmælisblað Astma- og ofnæmisfélags Íslands

 

Í ár fagnaði Astma- og ofnæmisfélagið 40 ára afmæli og var af því tilefni gefið út veglegt afmælisblað. 

Blaðið er tímamóta framtak þar sem helsta vinnan er á höndum ritstjórnar, eingöngu skipuð stjórnarmönnum.

Í blaðinu má meðal annars finna ágrip á 40 ára sögu félagsins, grein móður ofnæmisveiks barns, viðtal við hárgreiðslukonu sem vinnur aðeins með "grænar" hársnyrtivörur, grein um krossofnæmi og margt fleira upplýsandi og skemmtilegt. 

Astma- og ofnæmisfélag Íslands gefur út tvö blöð  á ári og eru allar ábendingar um spennandi efni vel þegnar.

Sjá allt blaðið hér