AO er eitt af 41 aðildarfélagi Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) og hefur það marga kosti í för með sér, m.a. tækifæri til að taka þátt í ýmisskonar námskeiðum.
Nú er komið að því sem margir hafa beðið eftir en valdeflingar- og leiðtogaþjálfun ÖBÍ fyrir 18-35 ára mun fara fram í febrúar 2022 nánar tiltekið þriðjudagana 1. 8. 15. og 22. Febrúar kl. 18:30-20:30
Af því tilefni óskar AO eftir beiðnum frá foreldrum barna sem eru í félaginu eða öðrum félagsmönnum sínum á aldrinum 18-35 ára um þátttöku á námskeiðinu sér að kostnaðarlausu.
Námskeiðið er frábært tækifæri fyrir ungt fólk sem vill styrkja sig persónulega, læra markvissa markmiðasetningu, bæta leiðtogahæfni sína, hitta annað ungt fólk í sambærilegri stöðu og sem einnig hefur áhuga á félagsstörfum.
Áhugasamir sendi inn fullt nafn og kennitölu og símanúmer á ao@ao.is fyrir 27. desember nk. kl. 12