Námskeið í Menntaskólanum í Kópavogi 27. og 28 febrúar.

MATREIÐA OFNÆMISFÆÐI  Á ÖRUGGAN HÁTT?

Astma- og ofnæmisfélag Íslands (AO) í samvinnu við Iðuna heldur sitt vinsæla „námskeið um eldun ofnæmisfæðis“ dagana 27. og 28. Febrúar í Menntaskólanum í Kópavogi.

Bóklegi hlutinn verður haldinn þriðjudaginn 27. febrúar kl. 13:30 til 16:00 og verklegi hlutinn 28. febrúar kl. 13:30 til 16.00.

Námskeiðsgjald er 15.000 kr og er innifalið hráefnisgjald og hressing innifalin.

Markmiðin

Meginmarkmiðið með námskeiðinu er að bjóða upp á faglega fræðslu um fæðuofnæmi, alvarleika þess og hvernig tryggja megi góða og holla næringu. Það getur verið flókið að tryggja öruggt fæði og umhverfi fyrir einstakling með fæðuofnæmi. Ljóst er að næringarefni geta orðið af skornum skammti þegar fæðuofnæmi er til staðar og felst fræðslan m.a. í því að fara yfir hvaða fæðutegundir geta komið í staðinn fyrir mjöl, korn, mjólk, egg, fisk, hnetur o.fl. til að fullnægja orku- og næringarlegum þörfum og skapa fjölbreytni í fæðu barna og fullorðinna. Verklegi hlutinn felur í sér eldun og bakstur ýmissa rétta og útfærsla uppskrifta á mismunandi máta eftir því hvaða ofnæmi er um að ræða.

 

Markhópur

Matreiðslumenn í eldhúsum, matráðir í eldhúsum í leik- og grunnskólum, heimilisfræðikennarar,starfsmenn, kennarar og stjórnendur í skólum, foreldrar og forráðamenn barna og ungmenna með fæðuofnæmi, starfsfólk veitingastaða og hótela, fólk með fæðuofnæmi og aðrir sem áhuga hafa á málefninu.

 

 

Bóklegt 2 ½ - 3 klst með stuttu kaffihléi.

*Tryggjum næga orku og góða næringu með hollum, góðum og öruggum mat.

Fríða Rún Þórðardóttir                                 

* Er hægt að tryggja öryggi þeirra sem eru með fæðuofnæmi? Hver er okkar réttur?

Selma Árnadóttir

Verklegt 3 ½ - 4 klst

*Eldum góðan og næringarríkan mat fyrir alla, líka þá sem eru með fæðuofnæmi og óþol. Umræður og smakk

Margrét S. Sigurbjörnsdóttir

 

kennara-fæduofnæmisfædiKennarar

Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur og næringarráðgjafi Eldhúsi Landspítala, formaður AO.

Margrét S. Sigbjörnsdóttir, kennari og umsjónaraðili með matartæknanemum við Menntaskólann í Kópavogi.

Selma Árnadóttir, varaformaður AO, ofnæmisráðgjafi og móðir ofnæmisbarns.

Frá vinstri, Margrét, Fríða Rún, Selma.

Mynd tekin á námskeiði á Dalvík 14.11.2015

 

Annað

KraesingarSýndar verða ýmsar sérfæðisvörur auk þess sem matreiðslubókin Kræsingar verða til sölu.

 

Skráning:

Tekið er við skráningum á netfangið frida@heilsutorg.is en þar þurfa að koma fram upplýsingar um fullt nafn, kennitölu og hver er greiðandi að námskeiðinu (kennitala)


Allar nánari upplýsingar veitir:

Fríða Rún Þórðardóttir, formaður AO                     

frida@heilsutorg.is  

Sími 898-8798