Muna að greiða félagsgjaldið

 

Ágæti félagsmaður

Við tökum reglubundið upp umræður um félagsgjöld í blaðinu okkar og nauðsyn þess að félagsmenn greiði þau í tíma. Stjórn AO og fleiri aðilar starfa sem sjálfboðaliðar fyrir félagið og í nefndum sem félagið á fulltrúa í og láta þar ekki sitt eftir liggja. Ávöxtur þessarar vinnu er aðgangur félagsmanna að þjónustu er snýr að hagsmunagæslu þeirra, samtal og aðstoð frá starfsmanni á skrifstofu og sérstök aðstoð frá formanni eða stjórn. Fréttablað tvisvar á ári, rafrænir upplýsingapóstar, fagleg fræðsla og jólaball fyrir börn með ofnæmi og systkini þeirra.

 

vilt fá greiðslu seðil

 

Margir eru vanir að nota heimabanka og greiða þar ýmsa reikninga og fylgir AO nútímanum í því að félagsgjöldin má greiða í heimabanka. Hins vegar eru einhverjir sem nota ekki heimabanka og þeir valkostir sem standa þeim til boða eru að fá sendan greiðsluseðil, að greiða með greiðslukorti og að setja félagsgjöldin í beingreiðslur en síðastnefndu þjónustuna þarf að óska eftir í gegnum sinn banka. Óska má eftir greiðsluseðli með því að senda tölvupóst á ao@ao.is eða að hringja í 560-4814 á mánudögum milli 9 og 15. 

Takk

 

Hver félagsmaður skiptir okkur máli en einnig hver greiðsla því félagsgjöldin eru grundvöllur þess að félagið nái að halda áfram að vaxa og gæta hagsmuna félagsmanna sinna.

 


Stjórn Astma- og ofnæmisfélags Íslands