Lokaundirbúningur fyrir hlaupið

Ágæti félagi

Við hjá Astma- og ofnæmisfélagi Íslands viljum styðja við bakið á þeim sem hlaupa fyrir okkur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.

14. ágúst kl. 20 munum við bjóða upp á erindi varðandi loka undirbúninginn fyrir hlaupið og vera með hópefli í leiðinni. Fundurinn verður haldinn í húsi SÍBS, Ármúla 6, 2. hæð.
 
Þeir sem ekki eru félagar í AO en ætla að hlaupa fyrir okkur eru einnig hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.

kveðja 
Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur, hlaupari og formaður AO