Í tilefni að Alþjóða vitundarvakningarviku heimssamtaka IPOPI.org.
Lind Ísland, félag áhugafólks um ónæmisgalla/mótefnaskort býður ykkur á rabbfund um daglegt líf og
áskoranir sem verða í umönnun hjá þeim börnum sem hljóta meðferð, heima eða á barnadeildum
vegna ónæmisgalla.
Fundurinn verður haldinn í húsnæði Einstakra barna í Urðarhvarfi 8A, þriðjudag
25. apríl nk kl. 17:15-19
Viðburðurinn er hugsaður sem óformlegt spjall og allir geta spurt um það sem hefur verið óljóst
varðandi ýmsa þætti.
Fyrir svörum verða hjúkrunarfræðingar frá ónæmisfræðideild og barnadeild.
Einnig verða fulltrúar frá Lind sem eru með reynslu vegna barna og fullorðinna.
Við bjóðum upp á léttar veitingar og einhver svör.
Kynning á ráðstefnum/fræðslufundum sem og á fræðsluvef og heimasíðu.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Bestu kveðjur

f.h. Lindar
Súsanna Antonsdóttir, s: 8928574
Guðlaug María Bjarnadóttir, s: 6988806
vef: Forsíða | onaemisgallar (lindisland.net)