Jólaball Astma- og ofnæmisfélags Íslands verður haldið í húsnæði SÍBS, að Síðumúla 6 í Reykjavík, miðvikudaginn 28. desember kl. 17-19.
Á jólaballinu skemmtir frábært hljómsveit skipuð félögum í SÍBS og jólasveinar mæta á svæðið, dansa í kringum jólatréð með börnunum og færa þeim flotta poka með skemmtilegu dóti í. Einnig verður boðið upp á veitingar sem henta gestum jólaballsins.
Vinsamlegast tilkynnið komu ykkar á jólaballið okkar með því að skrá ykkur hér:
https://goo.gl/forms/GtkexzjddyI4J0j73
fyrir 26. desember 2016 með upplýsingum um fjölda barna og fullorðinna. Gott er að fá upplýsingar um það fæðuofnæmi sem um ræðir.
Systkini eru velkomin með á jólaballið og er aðgangur ókeypis.
Með von um að sjá sem flesta,
Stjórn Astma- og ofnæmisfélags Íslands