Innkallanir. Ómerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í sælgætiskúlum.
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar í gegnum heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um að fyrirtæki hefur innkallað sælgæti vegna mistaka í pökkun. Um er að ræða sælgæti sem inniheldur hveiti sem pakkað var í umbúðir af sælgæti sem inniheldur ekki hveiti.
Vöruheiti: Piparkúlur-súkkulaðihjúpaða lakkrískaramellur með pipardufti
Strikanúmer: 5690576114314
Best fyrir: 24.05.2019
Nettóþyngd: 150 g
Framleiðandi: Nói Síríus, Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík
Viðskiptavinir sem keypta hafa umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir hveiti eru hvattir til að neyta hennar ekki og farga. Þeir sem hafa keypt piparkúlur með dagsetningunni 24.05.2019 geta skilað vörunni og fengið hana bætta.