Fréttatilkynning
IKEA vekur athygli viðskiptavina á að RUSSIN & MANDEL pokar
með rúsínu- og möndlublöndu, sem hafa verið til sölu í versluninni, geta innihaldið aðrar hnetur en gefið er upp í innihaldslýsingu. Öryggi er alltaf í forgangi hjá IKEA og því eru pokar með ákveðnum merkingum innkallaðir.
Sumir pokar af RUSSIN & MANDEL geta innihaldið hnetur eins og brasilíuhnetur, kasjúhnetur, valhnetur og heslihnetur, sem ekki eru gefnar upp í innihaldslýsingu.
Innköllunin nær til poka með eftirfarandi merkingum:
Síðasti söludagur: 06.04.2016
Framleiðslunúmer: 5 169
Skammtanúmer: L33573
Varan er örugg til neyslu fyrir þá sem ekki þjást af hnetuofnæmi eða –óþoli.
Viðskiptavinum sem eru með hnetuofnæmi eða hafa áhyggjur vegna þessa er velkomið að skila RUSSIN & MANDEL í IKEA og fá vöruna endurgreidda.
IKEA biðst velvirðingar á hvers kyns óþægindum sem þetta kann að valda.
Nánari upplýsingar má fá í versluninni og í þjónustuveri IKEA í síma 520 2500.