Hamingja. Mánudaginn 9. maí nk kl. 17

9. maí ætlar Þórhallur Heimisson að koma til okkar kl 5 í SÍBS húsið í Síðumúla 6 og tala við okkur um hamingjuna.

Þórhallur er umfangsmikill fyrirlesari og er léttur og skemmtilegur.  Hann hefur skrifað bók um hamingjuna, og dregur hér saman í stuttu máli, helstu niðurstöður þeirrar bókar.

Það er mikill fengur að þessum fyrirlestri og við hvetum alla sem geta mætt, að láta sjá sig.