Fræðsluerindi um exem, orsakir og meðferð

Sólrún Melkorka Maggadóttir, barnalæknir og sérfræðingur í ofnæmissjúkdómum og ónæmisgöllum, mun halda erindi um exem, orsakir og meðferð, þriðjudaginn 26. janúar kl. 17:30 – 18:45

Sólrún er menntaður barna- og ofnæmis- og ónæmislæknir frá Bandaríkjunum en hún fluttist til Íslands um mitt ár 2014 og starfar nú á ónæmisdeild Landspítalans auk þess að vera með stofu í Domus.

exembarnÞað eru Astma- og ofnæmisfélag Íslands og Spoex, samtök psoriasis- og exemsjúklinga sem standa í sameiningu fyrir þessari fræðslu. 

Staður: Húsnæði SÍBS, Síðumúli 6

Húsið opnar kl. 17:00

Kaffiveitingar