Fræðsla um fæðuofnæmi og fæðuóþol. Sjáðu viðtöl við fagfólk

„3 prósent barna eru með fæðuofnæmi fyrir einhverri fæðu,“ segir Sigurveig Þóra Sigurðardóttir, ónæmis- og ofnæmislæknir, í nýju fræðslumyndbandi um fæðuofnæmi og fæðuóþol sem Skot (www.skot.is) hefur gert í samvinnu við Astma- og ofnæmisfélag Íslands.

Auk viðtalsins við Sigurveigu er rætt við ofnæmislækninn Michael Clausen, næringarfræðinginn Fríðu Rún Þórðardóttiu og Tonie Gertin Sørensen, hjúkrunarfræðing.