Félagsgjald 2021

Ágæti félagsmaður.

Astma og ofnæmisfélag Íslands hefur sent út greiðsluseðla vegna félagsgjalda 2021 í heimabanka skráðra félaga eða foreldra barna og er gjalddaginn 31.10. nk

Við vonum að félagsmenn finni að þeir geti leitað til félagsins með mál er snúa að astma og ofnæmi en við værum þakklát fyrir að heyra hvernig við getum bætt okkar þjónustu og upplýsingaflæði til ykkar.

Starfsmaður okkar er á skrifstofunni alla mánudaga frá kl. 9 til 15 og netfangið er ao@ao.is . Netfang formanns AO er frida@heilsutorg.is og er hún ásamt stjórninni boðin og búin að aðstoða eins og kostur er.