Astma og ofnæmisfélag Íslands og Iðan fóru í samstarfsverkefni sem ber heitið - Hvað er fæðuofnæmi og óþol,
bóklegt & verklegt ofnæmisfæðisnámskeið. Fríða Rún Þórðardóttir og Selma Árnadóttir hjá Astma- og ofnæmisfélagi
Íslands og Guðný Jónsdóttir, matreiðslukennari hjá Hótel og matvælaskólanum, standa að námskeiðinu. Boðið var upp
á staðnámskeið en einnig var hægt að vera í fjarfundi og kom það ljómandi vel út, enda góður tækjabúðnaður og
aðstaða öll hjá Iðunni í Vatnagörðunum.
Aðdragandinn er búinn að vera nokkuð langur en fyrsta námskeiðið var haldið þann 18. febrúar síðastliðinn og var
þá farið af stað með bóklega hluta námskeiðsins en verklega hlutanum var frestað um sinn. Þátttaka námskeiðsins
var ekki nægilega góð sem kom töluvert á óvart en mældist námskeiðið mjög vel fyrir og er það von okkar sem að
námskeiðinu standa að þátttakan verði mun meiri næst. Þá verður farið í verklega hlutann, bæði fyrir þá þátttakendur
og einnig fyrir þá sem búnir eru með bóklega hlutann.
Markhópur fyrir námskeiðið er stór og nær til allra þeirra sem starfa við matreiðslu / matargerð um allt land og langar
að bæta við þekkingu sína á fæðuofnæmi og -óþoli, þekkja helstu ofnæmis- og óþolsvaldana og hvernig stuðla má
að góðri næringu og fjölbreytni þrátt fyrir fæðuofnæmi og -óþol. Einnig er talað um hvernig samtal og samskipi við
viljum eiga í tengslum við fæðuofnæmi og hvernig megi lágmarka streitu og áhættu þessu tengt. Viðbragsáætlun AO
var kynnt fyrir nemendum og samtal tekið um það hvernig þau ynnu hlutina á sínum vinnustað
Markmið námskeiðsins er að efla þekkingu þátttakenda og auka skilning og ábyrgð starfsmanna í eldhúsinu þegar
kemur að fæðuofnæmi & -óþoli.
Lögð var mikil vinna í að koma námskeiðinu á framfæri og á sú vinna tvímælalaust eŌ ir að skila sér í kynningu á
komandi námskeiðum.
Bóklegur hluti námskeiðsins:
- Kynning á nemendum og kennurum
- Hvað er fæðuofnæmi & -óþol, greining, algengi, helstu ofnæmis- og óþolsvaldarnir, hvernig stuðlum við að
góðri næringu og fjölbreytni þrátt fyrir fæðuofnæmi og -óþol
- Samfélagsleg ábyrgð gagnvart börnum og ungmennum með fæðuofnæmi og hvernig vinna fjölskyldur og
einstaklingar með aðilum í skólum, leikskólum, frístunda- og íþróƩ astarfi og öðru sem tengist daglegu lífi, í að
skapa gott og öruggt samfélag fyrir öll
- Kynning á viðbragðsáætlun Astma- og ofnæmisfélags Íslands
Verklegur hluti námskeiðsins:
- Kynning á kennara og farið yfi r vinnuaðstöðuna
- Kynning á ýmsum vörum fyrir mismunandi ofnæmis- og óþolsfæði
- Farið yfiir vörutegundir og notkunarmöguleikar ræddir
- Umræður og spurningar
- Nemendur og kennari fi nna viðeigandi verkefni úr matreiðslubókinni - Kræsingar án ofnæmisvalda eftir Alice
Sherwood sem er þýdd af Fríðu Rún Þórðardóttur
- Verkleg matreiðsla; nemendur velja verkefni í samræmi við þarfi r þeirra og vinnustaðarins
- Smökkun og umræður
Við vitum hversu mikilvægt málefnið er í nútímasamfélagi og því höldum við ótrauð áfram og stefnum á fleiri námskeið vonandi strax á haust önninni.
Gerum eldhús og mötuneyti landsins betur í stakk búinn fyrir alla þá sem glíma við ofnæmi og óþol og nýtum okkur þekkingu fagfólks – Mætum á námskeið!
AO og Iðan fræðslusetur
Fréttin birtist fyrst í 19. árg 1. tbl. 2025 tímariti Astma- og ofnæmisfélags Íslands