Bæklingur um frjóofnæmi

 

 

Gefin hefur verið út bæklingur um frjóofnæmi og er það samvinnuverkefni Astma og Ofæmisfélags Íslands og Glaxo Smith Kline.
Sigurveig Þ. Sigurðardóttir og Björn Árdal sem eru bæði barnalæknar og sérfræðingar í ofnæmis- og ónæmissjúkdómum á Landspítalanum eru höfundar bæklingsins.

Bæklingnum verður dreift á heilsugæslustöðvar og í læknastofur auk þess sem hægt verður að nálgast hann á skrifstofu Astma- og Ofnæmisfélags Íslands í Síðumúla 6 www.ao.is

Frjóofnæmi er mjög algengt vandamál og hefur farið vaxandi. Fyrir 20 árum voru um
8,5 – 12% fullorðinna Íslendinga með næmi fyrir grasfrjói og 3 – 6% fyrir birkifrjói.

Hér má sjá bæklinginn í heild sinni.


 Nýlegri tölur benda til að algengi hafi aukist og sé yfir 30% hjá 21 árs einstaklingum.
Frjóofnæmi er sjaldgæft fyrir þriggja ára aldur. Samkvæmt íslenskri rannsókn fyrir 10 árum
reyndust 19% af 10 -11 ára börnum vera með jákvæð ofnæmispróf fyrir grasi og 3,6%
með næmi fyrir trjám. Erlendis eru u.þ.b. 30% fullorðinna með frjóofnæmi og sýnt hefur
verið fram á vaxandi tíðni hjá börnum frá 12% til 23% á 15 árum (1986-2001). Tíðni 
frjóofnæmis fer vaxandi fram að tvítugsaldri en minnkandi eftir það og er sjaldgæft að
einstaklingar fái einkenni frjóofnæmis í fyrsta sinn eftir 40 ára aldur.