Kæru félagar,
Við höfum nú stofnað viðburð á Facebook varðandi 1. maí gönguna okkar en hann má finna hér: https://www.facebook.com/events/624404444403816/
Meðfylgjandi er opnu mynd og vil ég hvetja ykkur til að nota þessa opnumynd fyrir félagið ykkar og/eða ykkur sjálf á Facebook fram yfir 1. maí.
Þá þætti mér einnig vænt um ef þið mynduð deila viðburðinum og bjóða vinum ykkar á viðburðinn.
Við ætlum að hittast kl 11:00 í súpu hér í Sigtúni 42 á skrifstofu ÖBÍ þann 1. maí.
Þeir sem ekki komast í súpuna hitta okkur þá við við Hlemm kl. 13.
Slagorð okkar í ár eru: Fæði, klæði, húsnæði fyrir alla!
Við hvetjum ykkur sem flest til að mæta og bjóðið með vinum og fjölskyldu – börn eru sérstaklega velkomin. Við munu dreifa buffum í ár líkt og síðastliðin ár, þau verða með litríkum barnateikningum af fæði, klæði og húsnæði líkt og sést á mynd viðburðarins.
Krafan okkar í ár er, líkt og slagorðin gefa til kynna, að allir eigi klæði, nóg að bíta og brenna og hafi þak yfir höfuðið.
6.100 börn á Íslandi líða skort og eiga einungis eitt skópar sem passar, fái hvorki kjöt né grænmetismáltið daglega eða búa í viðunandi húsnæði. Þetta eru þættir sem okkur þykja ólíðandi í íslensku samfélagi.
Börn tekjulágra foreldra og börn sem eiga foreldra sem eru örorkulífeyrisþegar búa við mestan skort. Ef þú vilt mótmæla þessu ástandi – ef þú vilt breyta þessu, gakktu þá eða rúllaðu með okkur þann 1. maí.
Okkur vantar einnig sjálfboðaliða sem eru til í að dreifa buffum og eða skiptast á að bera forgönguborðann í göngunni sem er létt og skemmtilegt verk
Endilega látið Sigríði Hönnu vita ef þið getið tekið þátt í því verkefni, netfang hennar er sigridur@obi.is
Ég hlakka til að sjá ykkur sem flest!
Baráttukveðjur,
Ellen Calmon
Formaður / Chairman
Öryrkjabandalag Íslands / The Organisation of Disabled in Iceland
ellen@obi.is
www.obi.is