Tilkynningar
Fæðuofnæmi og eldun ofnæmisfæðis - fjarnám
Starfsfólk í mötuneytum, matráðar, matreiðslumenn
Félagsgjald 2021Ágæti félagsmaður. Astma og ofnæmisfélag Íslands hefur sent út greiðsluseðla vegna félagsgjalda 2021 í heimabanka skráðra félaga eða foreldra barna og er gjalddaginn 31.10. nk Við vonum að félagsmenn finni að þeir geti leitað til félagsins með mál er snúa að astma og ofnæmi en við værum þakklát fyrir að heyra hvernig við getum bætt okkar þjónustu og upplýsingaflæði til ykkar. Starfsmaður okkar er á skrifstofunni alla mánudaga frá kl. 9 til 15 og netfangið er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Netfang formanns AO er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og er hún ásamt stjórninni boðin og búin að aðstoða eins og kostur er.
#TakeTheActiveOptionKæri viðtakandi/lesandi Evrópsku Lungnasamtökin (ELF) eða European Lung Foundation (ELF) munu standa fyrir átaksverkefninu Healthy Lungs for Life sem útleggst sem Heilbrigð lungu alla ævi, #TakeTheActiveOption nú í September. Áskorunin felur í sér að hvetja fólk til að hreyfa sig minnst 21 mínútu á dag eða um 150 mínútur á viku til að draga athyglina að kostum þess að hreyfa sig til að vernda lungu en einnig til að safna áheitum fyrir samtökin. Allir geta skráð sig og tekið þátt, hægt er að taka þátt sem einstaklingur en einnig sem hluti af hópi, með fjölskyldu, vinum eða vinnufélögum. Hreyfing hefur góð áhrif á lungnaheilsu. Alþjóða heilbrigðismálastofnunn (WHO) mælir með því að við hreyfum okkur 150 mínútur á viku, það er aðeins 21 mínúta á dag!
REYKJAVÍKUR MARATON ÍSLANDSBANKA 2021
Kæri AO félagi og aðrir viðtakendur og velunnarar Astma- og ofnæmisfélag Íslands (AO) er á lista þeirra góðgerðarfélaga sem hlaupið er fyrir í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer í laugardaginn 21. ágúst næstkomandi.
Óskað er eftir þátttakendum í rannsóknina:Þýðing á 5-D kláðakvarða
Undirrituð er að leita að þátttakendum til þess að fara yfir þýðingu á matstækinu 5-D kláðakvarði sem notaður er til að leggja mat á kláða. Rannsóknin er meistaraverkefni undirritaðrar við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Leiðbeinendur eru Dr. Brynja Ingadóttir og Dr. Sigríður Zoëga. Þátttakendur þurfa að vera orðnir 18 ára, vera með húðsjúkdóm sem framkallar kláða og hafa góðan skilning á íslensku. Hér er verið að leita eftir reynslu af kláða á daglegum grunni og hvaða áhrif hann hefur á einstaklinga. Þátttaka felst í því að lesa yfir kláðakvarðann og meta og ræða við rannsakanda hvort íslenska þýðing kvarðans er auðskilin eða hvort gera þurfi einhverjar breytingar á honum.
Ef þú hefur áhuga á þátttöku þá vinsamlega kynntu þér meðfylgjandi upplýsingablað og gjörðu svo vel að hafa samband við undirritaða í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Með bestu kveðju
Þórunn Sighvatsdóttir
Hjúkrunarfræðingur og meistaranemi
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands 2021Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 1. júní kl. 17:15, í húsakynnum SÍBS Síðumúla 6, 2. hæð. Dagskrá: Venjulega aðalfundarstörf.
Þeir sem óska eftir að sitja fundinn í gegnum fjarfundarbúnað eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofuna á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (og senda okkur netfang) eða hringja í síma 560 4814 milli kl. 9 og 15 mánudaginn 31. maí Allir félagsmenn hjartanlega velkomnir Stjórn Astma- og ofnæmisfélags Íslands Flokkar |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO