Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1
06. Sep 2021

#TakeTheActiveOption

ERS áskorun 2021

Kæri viðtakandi/lesandi

Evrópsku Lungnasamtökin (ELF) eða European Lung Foundation (ELF) munu standa fyrir átaksverkefninu  Healthy Lungs for Life sem útleggst sem Heilbrigð lungu alla ævi, #TakeTheActiveOption nú í September.  

Áskorunin felur í sér að hvetja fólk til að hreyfa sig minnst 21 mínútu á dag eða um 150 mínútur á viku til að draga athyglina að kostum þess að hreyfa sig til að vernda lungu en einnig til að safna áheitum fyrir samtökin. 


Allir geta skráð sig og tekið þátt, hægt er að taka þátt sem einstaklingur en einnig sem hluti af hópi, með fjölskyldu, vinum eða vinnufélögum.

Hreyfing hefur góð áhrif á lungnaheilsu. Alþjóða heilbrigðismálastofnunn (WHO) mælir með því að við hreyfum okkur 150 mínútur á viku, það er aðeins 21 mínúta á dag! 

ERS haus og logo

Það að hreyfa sig getur komið í ýmsum myndum. Fyrir einn gæti róleg ganga eða æfingar í stól verið þar sem mörkin liggja varðand getu en fyrir annan langhlaup eða æfingar með lóð. Getan er misjöfn milli fólks en hvað sem við gerum og getum, ef það örvar starfsemi lungna og hjarta, þá hefur það jákvæð áhrif á lungna heilsu. Því má svo heldur ekki gleyma að þegar við þjálfum okkur upp eykst getan smátt og smátt, hvort heldur þol eða styrkur. 

Evrópsku lungnasamtökin bjóða fólki að taka þátt í áskoruninni #TakeTheActiveOption núna í september, áskorun samtakanna til að hvetja fólk til að hreyfa sig 21 mínútu á dag, já eða meira, til að bæta heilsuna en einnig til að safna fé fyrir samtökin. 


Hverjir geta tekið þátt ?
#TakeTheActiveOption áskorunin í september er opin fyrir hvern sem er. Þú getur byrjað núna einn eða ein eða sem hluti af hópi, fjölskyldu eða vinnufélögum.

Af hverju að taka þátt í #TakeTheActiveOption

  • Til að stuðla að bættri lungnaheilsu
  • Til að aðstoða við að safna fé til að styðja við verkefni um heim allan sem hafa það markmið að bæta lungnaheilsu.
  • Halda upp á alþjóðlega lungnadaginn þann 25. September 

Hvernig tekur þú þátt

  1. Ákveddu hvort þú ætlar að taka áskorunninni einn eða ein eða hvort þú ætla að taka einhvern með þér og þá hvern. Um að gera að búa til flott nafn á liðið!
  2. Skráðu þig í síðasta lagi 12. September sjá hér:#TakeTheActiveOption in September - European Lung Foundation  skráning hér
  3. Ef þú ætlar að safna áheitum, byrjaðu strax að kanna málið í kringum þig.
  4. Byrjaðu sem allra fyrst að hreyfa þig í 21 mínútu á dag og meira ef þér líður þannig. Hvettu aðra í kringum þig til að taka þátt á sínum forsendum. Deildu myndum á #TakeTheActiveOption eða með því að senda myndir á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
  5. Breyttu jafnvel um tegund af hreyfingu reglubundið yfir vikuna, það getur verið gaman og hvetjandi að reyna á líkamann á misjafnan máta. 
  6. Haltu áfram á hverjum degi og út allan september og notaðu áskorunina til að hreyfa þig sem allra flesta daga ársins.
  7. Vertu stolt eða stoltur yfir að þú gerðir eitthvað sem eflir þína heilsu, heilsu annarra og eykur jafnvel þitt sjálfstraust. Hvettu aðra til að gæta vel að lungnaheilsu sinni með því að stunda reglubundna hreyfingu.

 

Hér eru dæmi sem gætu hvatt þig áfram

  •  Kannaðu umhverfi þitt gangandi, hjólandi eða á einhvern annan máta sem felur í sér hreyfingu
  • Prófaðu heimaæfingarnar okkar exercise videos
  • Farðu í sund
  • Ögraðu sjálfum þér með því að byrja að skokka rólega annan hvern dag á móti annarri hreyfingu og byggja þig jafnt og þétt upp til að geta hlaupið 5 km án þess að stoppa
  • Prófaðu jógatíma á netinu 
  • Prófaðu nýja íþrótt eða nýja hreyfingu t.d. dans, fjallgöngu, sund, keilu, zumba, styrktarþjálfun eða annað sem vekur áhuga þinn
  • Ef að hreyfing er ekki möguleg vegna heilsunnar, prófaðu það að styðja við andlega heilsu og líðan með því að eyða þessari 21 mínútu á dag með því að stunda núvitund eða aðra andlega íhugun því við megum ekki gleyma andlegri líðan og að hún er hluti af heilsu og heilbrigði.

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO