Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Uppskriftabókin Kræsingar sem Astma og...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Gæludýr í Strætó, viðtal við Fríðu Rún Þórðardóttur formann AO

hundur-straetoUmræður um hugmyndir Strætó bs til að leyfa gæludýr í vögnum sínum og sitt sýnist hverjum.

Formaður AO, Fríða Rún Þórðardóttir, var í viðtali "Í býtið" á Bylgjunni föstudaginn 8. júlí sl.

Hér má hlusta á viðtalið. 

http://www.visir.is/section/MEDIA98&;fileid=CLP46985

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbank 2016

reykjavikurmaraþon 2016-myndKæri AO félagi og aðrir viðtakendur

 
Astma- og ofnæmisfélag Íslands (AO) er skráð sem eitt af hátt í 100 góðgerðarfélögum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer í þrítugasta og þriðja sinn laugardaginn 20. ágúst næstkomandi. Í gegnum tíðina hafa félagar í AO og aðstandendur einstaklinga með astma og ofnæmi hlaupið til góðs og safnað verulegum fjárhæðum sem hafa komið sér vel í starfi félagsins. Þessir aðilar eru þó ekki einir í liðinu okkar því þeir hafa fengið hvatningu og áheit frá öðrum félögum sem hafa mætt við hlaupaleiðina og hvatt hlauparana áfram. Þannig leggja margir sitt lóð á vogarskálina.

 
Ef þú vilt hlaupa til góðs og safna áheitum fyrir Astma- og ofnæmisfélag Íslands, félagið okkar, getur þú skráð þig til leiks á
www.marathon.is eða http://www.hlaupastyrkur.is/
 
Ef þú vilt taka þátt með því að heita á einhvern af okkar frábæru hlaupurum sem leggja félaginu okkar lið getur þú farið inn á
http://www.hlaupastyrkur.is/einstaklingar/ og valið hlaupagarp.
 
Við hjá AO leggjum mikið upp úr því að tala máli þeirra sem þjást af astma og ofnæmi. Undanfarið höfum við lagt þunga áherslu á málefni er snúa að fæðuofnæmi barna í leik- og grunnskólum með námskeiðum fyrir starfsfólk eldhúsa og virkum samskiptum við Reykjavíkurborg vegna gátlista er snúa að móttöku barna með ofnæmi. Málefni þeirra sem eru með hnetuofæmi eru ofarlega á dagskrá stjórnar um næstu verkefni.

reykjavikurmaraþon 2016Við hvetjum einnig einstaklinga til að hreyfa sig og huga að heilsunni á þann máta. Það væri gaman að heyra í þeim sem að ætla að hlaupa fyrir okkur í ár, vinsamlegast sendu póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. "> This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við svörum um hæl.


 

Með bestu kveðjum,

Stjórn Astma- og ofnæmisfélags Íslands

Almannatryggingar og starfsgetumat: Nýtt kerfi – fyrir hvern?

Kynning

Málþing ÖBÍ um almannatryggingar og starfsgetumat þann 25.maí 2016, Grand Hótel (Gulleigur) Reykjavík.

skyrsla

Á haustmánuðum 2013 skipaði Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra nefnd um endurskoðun laga um almannatryggingar.

Lesa meira...

Hamingja. Mánudaginn 9. maí nk kl. 17

þorhallur h9. maí ætlar Þórhallur Heimisson að koma til okkar kl 5 í SÍBS húsið í Síðumúla 6 og tala við okkur um hamingjuna.

Þórhallur er umfangsmikill fyrirlesari og er léttur og skemmtilegur.  Hann hefur skrifað bók um hamingjuna, og dregur hér saman í stuttu máli, helstu niðurstöður þeirrar bókar.

Það er mikill fengur að þessum fyrirlestri og við hvetum alla sem geta mætt, að láta sjá sig.

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO