Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Uppskriftabókin Kræsingar sem Astma og...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Vanmerking á vörum frá Dagny og co

JPEG 20171130 140733 1487696675 2Sesame kjúklinganúðlur með papriku og lauk, strikanúmer 5694311270815.  
Varan inniheldur hnetusmjör sem venjulega er unnið úr jarðhnetum en heiti ofnæmis- eða óþolsvaldsins (jarðhnetur) kemur hvergi fram.  Einnig inniheldur varan afurðir úr ostrum sem eru lindýr en heiti ofnæmis- eða óþolsvaldsins (lindýr) kemur hvergi fram.  Merkingar skv. a- og b-liðum 1. mgr. 21. gr. reglugerðar (EB) nr. 1169/2011 vantar.  Einnig: Framsetning upplýsinga um viðmiðunarneyslu framan á pakkningu er ekki rétt.
Hagkaup Skeifunni 30112017 043

Marókkóskur harissa kjúklingur með ofnbökuðu grænmeti og couscous, strikanúmer 5694311270754.
Varan inniheldur couscous sem venjulega er unnið úr hveiti en heiti ofnæmis- eða óþolsvaldsins (hveiti) kemur hvergi fram.  Merkingar skv. a- og b-liðum 1. mgr. 21. gr. reglugerðar (EB) nr. 1169/2011 vantar.  Einnig: Hvað er piparpasti?  Framsetning upplýsinga um viðmiðunarneyslu framan á pakkningu er ekki rétt 


BIG BURGERBigburger

Hamborgarar frá Dagný & Co., Hafnarfirði.

 

Innhalda ansjósur sem er fiskur og þarf að merkja.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

bigburger bakhlið


Jólaball 2017

Jólaball Astma- og ofnæmisfélags Íslands verður haldið í húsnæði SÍBS, að Síðumúla 6 í Reykjavík, miðvikudaginn 27. desember kl. 17-19.

 

Á jólaballinu verður dansað í kringum jólatréð og jólasveinar mæta á svæðið, dansa í kringum jólatréð með börnunum og færa þeim flotta poka með skemmtilegu dóti í. Einnig verður boðið upp á veitingar sem henta gestum jólaballsins.

2015-11-010 

Vinsamlegast tilkynnið komu ykkar á jólaballið okkar með því að skrá ykkur hér: https://goo.gl/forms/EAG1EP92BBO4j5dO2 fyrir 26. desember 2017 með upplýsingum um fjölda barna og fullorðinna. Gott er að fá upplýsingar um það fæðuofnæmi sem um ræðir.

Systkini eru velkomin með á jólaballið og er aðgangur ókeypis.

 Með von um að sjá sem flesta,

Stjórn Astma- og ofnæmisfélags Íslands

Vanmerking á H-Bergs vörum !

 

H-bergÁbending var að berast til Matvælastofnunar og Astma- og ofnæmisfélagis Íslands

Bent er á að súkkulaðihúðaðar möndlur og möndlur með súkkulaði og kanil  frá H-berg innihalda mjólk. Það kemur ekki fram í innihaldslýsinguna. Varan er enn í búðum og pakkar í umferð.

Astma- og ofnæmisfélag Íslands vill koma eftirfarandi ábendingu til félagsmanna

Námskeið í Menntaskólanum í Kópavogi 22. og 23. nóvember

HVERNIG Á AÐ MATREIÐA OFNÆMISFÆÐI Á ÖRUGGAN HÁTT?                                                             

Brunch MGDAstma- og ofnæmisfélag Íslands (AO) stendur fyrir enn einu af sínum vinsælu námskeiðum um eldun ofnæmisfæðis í Menntaskólanum  í Kópavogi dagana 22. og 23. nóvember. Fyrri daginn er bóklegt námskeið sem  stendur frá kl. 13-15:30 en seinni daginn er fyrirhugað að byrja kl. 13, en einnig má ræða hvort að tímasetningin frá kl. 15:00-18:30 hentar betur, verður það ákveðið þegar ljóst er með skráningu og óskir meirihluta þátttakenda.

Lesa meira...

Takk fyrir okkur, hlauparar og Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka.

rvk 2017Reykavíkurmaraþon Íslandsbanka hefur mikla þýðingu fyrir AO

 

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er einn af stærri viðburðum íslensks þjóðlífs en tugir þúsunda einstaklinga taka þátt á einn eða annan hátt. Hlaupið skiptir okkur í Astma- og ofnæmisfélagi Íslands töluverðu máli, aðallega fyrir þær sakir að einstaklingar með astma taka þátt í hlaupinu, hver á sínum forsendum, en þjálfun og hreyfing er mikilvægur hluti þess að vinna gegn versnun astmans stuðla að bættri heilsu, betri líðan og heilsusamlegri líkamsþyngd. Hlaupið er einnig mikilvægur vettvangur fyrir AO til að gera málstað sinn sýnilegan í samfélaginu líkt og önnur sjúklingasamtök gera.

 

Lesa meira...

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO