Tilkynningar
Fleiri vilja ekki sjá gæludýr á veitingastöðumFrétt frá MBL 07.02.2022Um þriðjungur svarenda í nýrri könnun Maskínu er hlynntur því að gestir geti tekið hunda sína eða ketti með sér inn á veitingastaði. Alls sögðust rúm 32 prósent mjög eða frekar hlynnt því.
Covid-19 bólusetningar barna og fullorðinna með astma og ofnæmi.
Fæðuofnæmi og eldun ofnæmisfæðis 1. og 3. febrúar 2022 - fjarnámStarfsfólk í mötuneytum, matráðar, matreiðslumenn
Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu á fæðuofnæmi og fæðuóþoli, á einkennum, algengi og afleiðingum fæðuofnæmis og fæðuóþols. Í framhaldi er farið yfir úrræði og leiðbeiningar í fæðismeðferð og matreiðslu.
Svifriksmengun bæði varasöm og heilsuspillandi
Jafnframt séu líkur á að styrkurinn verði áfram hár fram eftir degi á nýársdag ef það verður hæglætisveður, að því er greint er frá í tilkynningunni. Hægt er að fylgjast með veðurspánni á vef Veðurstofu Íslands. Svifryksmengun vegna flugelda er bæði varasöm og heilsuspillandi en á undanförnum árum hafa verið flutt inn um 600 tonn af skoteldum á hverju ári. Árið í ár er engin undantekning en fyrir þessi áramót hafa verið flutt inn til landsins tæplega 640 tonn af skoteldum, þar af er púðurmagnið um 56 tonn.
Námskeið valdeflingar- og leiðtogaþjálfun ÖBÍ fyrir 18-35 áraAO er eitt af 41 aðildarfélagi Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) og hefur það marga kosti í för með sér, m.a. tækifæri til að taka þátt í ýmisskonar námskeiðum.
Nú er komið að því sem margir hafa beðið eftir en valdeflingar- og leiðtogaþjálfun ÖBÍ fyrir 18-35 ára mun fara fram í febrúar 2022 nánar tiltekið þriðjudagana 1. 8. 15. og 22. Febrúar kl. 18:30-20:30
Af því tilefni óskar AO eftir beiðnum frá foreldrum barna sem eru í félaginu eða öðrum félagsmönnum sínum á aldrinum 18-35 ára um þátttöku á námskeiðinu sér að kostnaðarlausu.
Námskeiðið er frábært tækifæri fyrir ungt fólk sem vill styrkja sig persónulega, læra markvissa markmiðasetningu, bæta leiðtogahæfni sína, hitta annað ungt fólk í sambærilegri stöðu og sem einnig hefur áhuga á félagsstörfum.
Námskeiðið verður haldið af KVAN og allar helstu upplýsingar er að finna í meðfylgjandi hlekk: https://kvan.is/events/valdefling-og-leidtogathjalfun-obi-og-kvan/ Flokkar |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO