Tilkynningar
Uppskriftabókin KræsingarDÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐHin breska Alice Sherwood er höfundur þessarar bókar og hún hafði ávallt verið áhugasöm um mat og matargerð en þegar tveggja ára sonur hennar greindist með fæðuofnæmi fannst henni sem ekkert væri lengur til sem hægt væri að elda. Hún tók málin í eigin hendur, kynnti sér mismunandi fæðuofnæmi í þaula og bjó til fjölbreyttar og girnilegar uppskriftir sem hentuðu öllum.
Fróðlegur inngangur fylgir um fæðuofnæmi þar sem höfundur bókarinnar lýsir eigin reynslu og viðbrögðum þegar sonur hennar greindist með ofnæmi. Hún gefur góð ráð sem öll miða að því að tryggja næringarríka fæðu fyrir þá sem eru með ofnæmi, auka vellíðan þeirra og styðja við fjölskylduna og nánustu ættingja. Sameina þannig alla fjölskylduna yfir góðri máltíð, heima og heiman og leiðbeina þeim sem vilja bjóða fólki með fæðuofnæmi í mat.
Kræsingar fást á skrifstofu AO og SÍBS í Borgartúni 28a (húsið bak við Borgar apótek) og kostar þar 1.000 kr. Hægt er að fá bókina senda í pósti - bætist þá sendingakostnaður ofan á. Sendið töluvpóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með upplýsingum um heimilisfang og kvittun fyrir millifærsla. Kennitala 590474-0109 og Reikningsnúmer: 113-05-570194
Uppskriftabókin Kræsingar sem Astma- og ofnæmisfélag Íslands stóð að þýðingu á og gaf út árið 2014 en Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur á Landspítalanum og formaður AO þýddi bókina. Kræsingar hefur hlotið verðskuldaðar viðtökur enda bók sem þeir sem stríða við ofnæmi og óþol höfðu beðið eftir. Þetta er þó ekki endilega bók um sérfæði heldur alhliða uppskriftir að girnilegum mat sem allir geta eldað og notið og uppskriftirnar eru upplagðar fyrir alla sem vilja nota ferskt, einfalt, næringarríkt og lítið unnið hráefni.
Bókin hefst á fróðlegum inngangi og efni sem gagnast vel fjölskyldum þeirra sem stríða við fæðuofnæmi sem og þeim sem skipuleggja mat og næringu og elda fyrir viðkomandi. Bókin hefur verið notuð við kennslu við matartæknabraut Menntaskólans í Kópavogi og á ofnæmisnámskeiðum AO sem náð hefur til yfir 300 manns á undanförnum árum.
Kræsingar – án ofnæmisvalda geymir yfir eitt hundrað alhliða uppskriftir, bragðgóð brauð og kökur og spennandi eftirrétti sem bráðna á tungunni, einnig holla millibita, stórkostlega veislurétti og allt þar á milli. Þetta er í raun fjórar bækur í einni því hverri uppskrift fylgja þrjú afbrigði sem eiga við helstu ofnæmisvaldana; egg, mjólkurvörur, hnetur og glúten. Þá eru víða fleiri afbrigði, t.d. án soja eða skelfisks. Falleg mynd fylgir uppskriftum. |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO