Tilkynningar
REYKJAVÍKUR MARATON ÍSLANDSBANKA 2021
Kæri AO félagi og aðrir viðtakendur og velunnarar Astma- og ofnæmisfélag Íslands (AO) er á lista þeirra góðgerðarfélaga sem hlaupið er fyrir í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer í laugardaginn 21. ágúst næstkomandi. Undanfarin ár hafa félagar í AO og aðstandendur einstaklinga með astma og ofnæmi hlaupið til góðs og safnað fjárhæðum sem hafa verið notaðir til að styrkja verkefni, fræðslu og rannsóknir í þágu astma og ofnæmis. Þeir sem hlaupa eru þó ekki einir í liðinu okkar því hlaupararnir hafa fengið hvatningu og áheit frá öðrum félögum og velunnurum sem hafa mætt við hlaupaleiðina og hvatt hlauparana áfram. Þannig leggja margir sitt lóð á vogarskálina. Við hvetjum einnig einstaklinga til að hreyfa sig og huga að heilsunni á þann máta. Það væri gaman að heyra í þeim sem að ætla að hlaupa fyrir okkur í ár, vinsamlegast sendu póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við svörum um hæl.
Gangi þér/ykkur vel Með bestu kveðjum, |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO