Tilkynningar
Nikkelofnæmi - upplýsingar um nikkelsnautt fæðiFríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur, næringarráðgjafi og formaður AO hefur sett saman upplýsingar um nikkelsnautt fæði
Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands vegna 2019Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands vegna 2019 Síðumúla 6, 2. Júní 2020, kl. 17:15. Mætt: Björn Ólafur Hallgrímsson, Fríða Rún Þórðardóttir, Hanna Regína Guttormsdóttir, Jóhanna Eyrún Torfadóttir, Selma Árnadóttir, Sólveig Hildur Björnsdóttir, Sólveig Skaftadóttir, Thelma Grímsdóttir, Tonie Gertin Sörensen. Dagskrá aðalfundar 1. Formaður setur fundinn. Formaður bauð fundarmenn velkomna á aðalfund AO vegna 2019. Því næst var gengið til dagskrár. 2. Kjör fundarstjóra og skipun fundarritara. Formaður lagði til að Björn Ólafur Hallgrímsson yrði fundarstjóri og samþykkti fundurinn það samhljóða, einnig Björn Ólafur sjálfur. Fríða Rún Þórðardóttir var kjörin fundarritari. Fundarstjóri þakkaði traustið og gekk til dagskrár. Hann úrskurðaði aðalfundinn löglegan þar sem löglega hafi verið til hans boðað. Hann var auglýstur þann 18. maí á heimasíðu AO og facebook síðu auk þess sem allir félagar fengu boð um fundinn með tölvupósti. 3. Fundargerð Farið var yfir fundargerð síðasta aðalfundar sem var samþykkt samhljóða. Fundargerðir aðalfunda eru nú birtar á heimasíðu AO (www.ao.is / um félagið). 4. Skýrsla stjórnar Formaður flutti skýrslu stjórnar og stiklaði á stóru um verkefni liðins árs en skýrslan (3 bls.) hafði verið lögð fram fyrir fundinn. 5. Skýrsla gjaldkera Formaður fór yfir rekstrarreikning, efnahagsreikning, skuldir og eigið fé félagsins vegna ársins 2019. Enn gengur vel að afla styrkja sem er grundvöllur fyrir því að ýmiss verkefni félagsins fái brautargengi. Ánægjulegt var að sýna fram á áframhaldandi áheit frá Reykjavíkur Maraþoni þó má segja að þar séu aukin tækifæri. Einnig var rætt hversu mikilvægt það væri að hafa endurskoðanda að störfum fyrir félagið við að sjá um ársreikninginn því það sé mikil vinna fyrir gjaldkera að sjá um slíkt. 6. Skýrslur nefnda og sjóða Skýrsla um starfsemi Styrktarsjóðsins var flutt af formanni. 7. Umræður um skýrslur. Ársreikningar bornir upp. Sjá hér að ofan umræðu um ársreikninga. Ársreikningurinn var borinn upp og samþykktur samhljóða. Skýrsla stjórnar AO var samþykkt samhljóða. 8. Ákvörðun félagsgjalda sbr. 6. gr. Sólveig Hildur Björnsdóttir lagði fram tillögu um að félagsgjaldinu yrði haldið óbreyttu. Í kjölfarið voru umræður um ástandið í þjóðfélaginu og að ekki væri á fólk leggjandi að greiða hærri gjöld. Var tillaga Sólveigar samþykkt samhljóða 9. Lagabreytingar Engar lagabreytingar lágu fyrir. 10. Formannskjör Fundurinn stakk upp á sitjandi formanni, Fríðu Rún Þórðardóttur, sem áframhaldandi formann AO. Fundurinn tók undir og samþykkti tillöguna samhljóða. Fríða Rún þakkaði traustið. 11. Kjör þriggja meðstjórnenda. Þær Sif Hauksdóttur og Guðrún Björg Birgisdóttur voru kjörnar til tveggja ára. Björn Rúnar Lúðvíksson var kjörinn sem meðstjórnandi til eins árs í stað Sólveigar Hildar Björnsdóttur. 12. Kjör þriggja varamanna Auður Marteinsdóttir, Guðrún Ósk Guðjónsdóttir og Jóhanna Eyrún Torfadóttir voru kjörnar varamenn til eins árs. 13. Kjör tveggja skoðunarmanna og eins til vara. Skoðunarmenn eru Hanna Regína Guttormsdóttir og Stefanía Sigurðardóttir. Hanna Regína baðst undan áframhaldandi störfum en Stefanía gefur áfram kost á sér. Ari Axelsson kemur í stað Hönnu Regínu og Sólveig Hildur Björnsdóttir gefur kost á sér sem varamaður. 14. Stjórnarkjör Styrktarsjóðs (kt: 650202-3680) Samkvæmt lögum Styrktarsjóðsins er formaður AO sjálfkjörinn í formannssæti sjóðsins, það embætti helst því óbreytt. Stjórnina skipa nú auk formanns AO, Dagný Erna Lárusdóttir, og Thelma Grímsdóttir. Hanna Regína Guttormsdóttir gefur ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu sem aðalmaður og tekur Sólveig Skaftadóttir sæti hennar. Varamenn eru Björn Ólafur Hallgrímsson, Björn Árdal, Hanna Regína Guttormsdóttir og Tonie Gertin Sörensen. 15. Aðrar kosningar Ekki var þörf á öðrum kosningum. 16. Önnur mál. Sólveig Hildur ræddi um mikilvægi sjálfboðastafs og mikilvægi þess að hvetja ungu kynslóðina til að legga af mörgum til samfélagsins rétt eins og hún hafi sjálf alist upp við að gera. Fundarmenn tóku undir þess orð hennar. Formaður þakkaði fundarstjóra, Birni Ólafi, fyrir fundarstjórnina og Sólveigu Hildi Björnsdóttur var veittur þakklætisvottur fyrir vel unnin störf og hollustu við félagið. Formaður þakkaði fundarmönnum fyrir mætinguna og málefnalegan fund. Fundi var slitið kl. 19. Fundargerð ritaði Fríða Rún Þórðardóttir
Frjómælingar 2020Minnum á að NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS gera vikulegar frjómælingar yfir sumartímann.
Hér má nálgast mælingar frá vef www.ni.is :
Fræðsla um frjóofnæmi má finna hér: Bæklinginn "Frjóofnæmi" í heild sinni.
Styrktarsjóður Astma- og ofnæmisfélags Ísland úthlutaði styrkjum 2020Eftirfarandi tvö verkefni hlutu styrk 2020: * Styrk til útgáfu á barnabók um ofnæmi fyrir börn og * Styrk til Þrek- og þolnámskeiðs fyrir börn með astma
Barnabók fyrir börn Harpa Rut Hafliðadóttir, 28 ára viðskiptafræðingur og móðir tveggja stúlkna. Styrkurinn er til útgáfu á barnabók. Hugmyndin af bókinni kviknaði þegar ég, Harpa Rut, móðir Hafdísar sem er 6 ára stúlka með hin ýmsu fæðu- og dýraofnæmi, áttaði mig á því að lítið sem ekkert fræðsluefni hefur verið gefið út fyrir börn á íslensku um ofnæmi. Þetta er skemmtilega barnabók sem útskýrir ofnæmi á einfaldan og jákvæðan hátt. Tilgangur bókarinnar er að auka fræðslu, styrkja börn með ofnæmi og fræða þau og fólkið í kringum þau, svo börnin geti lifað lífinu á sem öruggastan hátt.
Þrek- og þolnámskeið fyrir börn Markmið verkefnisins er að sjá hvort þjálfun af þessu tagi bæti lífsgæði þessara barna og sé hvetjandi til íþróttaiðkunar sé unnið í hóp jafningja. Hugmyndin er að gefa börnunum færi á að finna sín eigin mörk í öruggu rými, finna gleði við hreyfingu og bæta lífsgæði með því að ná valdi á sínum astma. Áhersla verður lögð á að læra á eigin líkama og að læra muninn á mæði og astma kasti ásamt því að bæta þol þátttakenda. Rannsóknir styðja að bætt þol hjálpar til við að draga úr astma köstum og hjálpi börnum með astma að njóta hreyfingar. Rannsóknir syna einnigfram á að börn með astma ráða oft við mun meiri áreynslu en þau virðast þora í og með réttri fræðslu geti þau því mun meira. Steinunn hefur yfir 8 ára reynslu af kennslu og þjálfun sem er þekking sem bætist ofan á námið í sjúkraþjálfun. BS verkefni hennar fjallaði um kosti hreyfingar fyrir astma veik börn og þá sérstaklega í formi hópþjálfunar. Steinunn þekkir það líka vel á eigin skinni að vera með astma en hún var sérstaklega slæm sem barn en það dróg heilmikið úr einkennum þegar hún uppgvötaði hreyfingu.
Þrek- og þolnámskeið fyrir börn
Þrek- og þolnámskeið fyrir börn á aldrinum 8-12 ára með astma og þeim sem vilja auka úthaldið Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað börnum með astma og þeim sem vilja auka úthaldið þar sem áhersla er lögð á að börn fái að kanna og víkka mörk sín í hreyfingu. Áhersla verður lögð á skemmtilega hreyfingu í öruggu rými. Innifalið í námskeiðinu er einnig fræðslukvöld fyrir börn og foreldra. Þjálfari námskeiðsins er Steinunn Þórðardóttir. Hún er með BSc í sjúkraþjálfarafræðum en í lokaverkefninu hennar fjallaði hún um kosti og möguleika hópþjálfunar hjá astmaveikum börnum. Steinunn hefur langa og víðtæka reynslu af bæði þjálfun og jógakennslu og hefur meðal annars unnið með styrktarþjálfun barna og unglinga. Námskeiðið fer fram á Grandi101 og hefst mánudaginn 8. Júní. Það fer fram á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl. 14:30 - 15:30 og stendur yfir í 5 vikur eða til og með föstudeginum 10. júlí. Verð: 19.990kr. (Hægt að nýta Frístundastyrk) Skráning: www.grandi101.is Kær kveðja, Trainer / Physiotherapy student/ Yoga teacher tel: +354 6934173 instagram: namasteina
Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands 2020Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 2. júní kl. 17:15 í húsakynnum SÍBS Síðumúla 6, 2. hæð.Dagskrá: Venjulega aðalfundarstörf.
Þeir sem óska eftir að sitja fundinn í gegnum fjarfundarbúnað eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofuna á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í sími 560 4814 eða 552 2150 milli kl. 9 og 15, á mánudögum.
Félagsmenn hjartanlega velkomnir Stjórn Astma- og ofnæmisfélags Íslands Flokkar |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO