Tilkynningar
Óskað er eftir þátttakendum í rannsóknina:
Þýðing á 5-D kláðakvarða
Undirrituð er að leita að þátttakendum til þess að fara yfir þýðingu á matstækinu 5-D kláðakvarði sem notaður er til að leggja mat á kláða. Rannsóknin er meistaraverkefni undirritaðrar við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Leiðbeinendur eru Dr. Brynja Ingadóttir og Dr. Sigríður Zoëga. Þátttakendur þurfa að vera orðnir 18 ára, vera með húðsjúkdóm sem framkallar kláða og hafa góðan skilning á íslensku. Hér er verið að leita eftir reynslu af kláða á daglegum grunni og hvaða áhrif hann hefur á einstaklinga. Þátttaka felst í því að lesa yfir kláðakvarðann og meta og ræða við rannsakanda hvort íslenska þýðing kvarðans er auðskilin eða hvort gera þurfi einhverjar breytingar á honum.
Ef þú hefur áhuga á þátttöku þá vinsamlega kynntu þér meðfylgjandi upplýsingablað og gjörðu svo vel að hafa samband við undirritaða í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Með bestu kveðju
Þórunn Sighvatsdóttir
Hjúkrunarfræðingur og meistaranemi
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO