Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Dýrt að vera með óþol eða ofnæmi

soy milk

Innflutningi á ís, sem ekki er framleiddur úr kúamjólk, er stjórnað með bæði verð- og magntollum. Um er að ræða svokallaðan „non-dairy“-ís, til dæmis soja- og möndluís. Annars vegar er lagður 30 prósenta verðtollur á innflutningsverð og hins vegar 110 króna magntollur á hvert kíló sem flutt er inn. Afleiðingin er sú að ísinn er dýr og úrvalið lítið og stopult í verslunum.

„Við viljum að skjólstæðingar okkar geti notið sömu réttinda og aðrir, þó ís sé auðvitað ekki endilega það sem maður ráðleggur fólki að borða á hverjum degi þá er það réttlætismál að okkar fólk geti fengið sér ís án þess að borga svona rosalega fyrir það,“ segir Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands.

Sjá grein á Visir.is

 

Lesa meira...

Langvinn lungnateppa, Ísland í dag

Birgir Rognvaldsson Island i dag thumb medium150 0

Athyglisvert viðtal við Birgi Rögnvaldsson, formann Samtaka lungnasjúklinga, um hvernig lungnateppa getur komið hægt og rólega aftan að fólki þannig að sjúkdómurinn greinist jafnvel ekki fyrr en orðin er 50% eða meiri skerðing í öndun. Þótt sjúkdómurinn orsakist oftast af reykingum eru einnig aðrir áhættuþættir, svo sem umhverfismengun.

Einn af hverjum tíu Íslendingum yfir fertugu þjáist af langvinnri lungnateppu og helmingurinn af þeim hefur alvarleg einkenni. Sjúkdómurinn er ólæknandi og því mjög mikilvægt að greina sjúkdóminn í tíma til að koma í veg fyrir að hann versni. Eins er hægt að læra að lifa með sjúkdómnum, svo sem kennt er í lungnendurhæfingu á Reykjalundi. Skoða má myndbandið hér.

Greining fæðuofnæmis og fæðuóþols

bjorn runar

Undanfarna mánuði hafa ýmsir aðilar verið áberandi í markaðssetningu á vörum sem eiga að greina á auðveldan máta fæðuofnæmi og fæðuóþol.

Ljóst er að um 20 – 35% einstaklinga telja sig vera með fæðuofnæmi eða fæðuóþol. Hins vegar þegar ítarlegum læknisfræðilegum aðferðum hefur verið beitt á þá einstaklinga þá reynist eingöngu 1 – 4% þeirra vera með staðfest fæðuofnæmi. Einhver hluti þeirra sem eftir standa er með fæðuóþol sem er ekki einungis bundið við svar ónæmiskerfisins að glútenóþoli undanskildu.

Sjúkdómseinkenni fæðuofnæmis eða fæðuóþols eru mismunandi og ekki eingöngu bundin við meltingarveg. Geta þau einnig birst í einkennum frá öndunarfærum, liðum, mígreni, húð og jafnvel taugakerfi svo eitthvað sé nefnt. Algengustu einkenni fæðuóþols frá meltingarvegi eru uppþemba, vindverkir, niðurgangur, ógleði, brjóstsviði, maga- og kviðverkir. Því miður hefur enn ekki tekist að koma á fót skilvirkum leiðum til að greina fæðuóþol. En þó má með sameiginlegu átaki lækna og næringarfræðinga oft finna út hvað veldur.

Stöðugt eru í gangi rannsóknir til að finna nýjar og auðveldari greiningarleiðir fyrir þessa sjúkdóma. Hins vegar er staðan enn þannig í dag að lítill hluti þeirra prófa sem hvað mest hafa verið auglýst undanfarna mánuði hafa sannanlega greiningarhæfni og því alls ekki æskileg til að meta hvort um óþol geti verið að ræða eða ekki. Ber því að vara fólk eindregið við notkun slíkra prófa þar sem reynslan hefur sannað að röng sjúkdómsgreining á fæðuóþoli getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Dæmi um rannsóknaraðferðir sem ekki hafa verið vísindalega sannreyndar til greiningar á fæðuofnæmi og fæðuóþoli eru t.d. blóðpróf sem grundvallast eingöngu á mælingu IgG, frumudrápspróf, svæðanudd, lithimnugreining og rannsóknir á hári svo eitthvað sé nefnt.

Fyrir áhugasama er hægt að benda á ítarlegri greinar fyrir almenning um fæðuofnæmi og fæðuóþol á heimasíðu astma og ofnæmisfélagsins sem hafa birst í tímariti félagsins (ao.is).

Björn Rúnar Lúðvíksson, Prófessor og yfirlæknir í ónæmisfræði við Landspítala Háskólasjúkrahús

Bakari með hveitiofnæmi

15839 bakari 0340 thumb-300x184

Viðtal úr Fréttatímanum 20.desember 2013 við Elías Kjartan Bjarnason um hveitiofnæmi.

Elíasi fannst fyrst sárt þegar fólk hló að því að hann væri bakari með hveitiofnæmi en getur nú séð spaugilegu hliðina.

„Ég held að ég hafi kannski verið í afneitun til að byrja með. Ég var með mikil ofnæmiseinkenni og nefrennsli sumarið eftir að ég útskrifaðist,“ segir Elías Kjartan Bjarnason sem útskrifaðist með sveinspróf í bakaraiðn vorið 2012 en var greindur með ofnæmi fyrir hveiti, rúgmjögli og haframjöli í byrjun þessa árs. 

lías ætlaði upphaflega að læra til kokks og hóf nám á almennri matvælabraut við Menntaskólann í Kópavogi. „Þá fengum við að prófa kokkinn, þjóninn og bakarann, og komst þá að því að mér fannst lang skemmtilegast að baka.“ Hann segir að kennarinn sinn, Ásthildur Guðmundsdóttir sem hefur umsjón með grunndeildinni, hafi haft jákvæð og hvetjandi áhrif á sig sem hafi átt sinn þátt í að hann valdi bakarann.

Elías fór á samning hjá Kökuhorninu í Bæjarlind þar sem hann var afar ánægður. „Yfirmaðurinn minn, Guðni Hólm sem rekur bakaríið, er mjög góð fyrirmynd. Ég hefði viljað verða jafn flinkur og hann,“ segir Elías. Hann var fjögur ár á samningi hjá Kökuhorninu, tók tvær annir í skólanum á þessum tíma og útskrifaðist fyrir hálfu öðru ári. Brátt fóru ýmis ofnæmisviðbrögð að gera vart við sig en Elías gerði sér ekki strax grein fyrir að um ofnæmi væri að ræða.

Sjá viðtalið í heild sinni  í Fréttatímanum og viðtal við Maríu Ingibjörgu Gunnbjörnsdóttur yfirlæknir ofnæmisdeildar Landspítalans

Skyndibiti fyrir þá sem eru með ofnæmi

Teriyaki 6 tommu

 

Mikill fjöldi skyndibitastaða keppist um hylli viðskiptavina. Margir þeirra stíla inn á hollustu og heilnæmi matarins sem í boði er, sem er gott út af fyrir sig.

Hins vegar eru aðeins fáir staðir sem einnig gefa sig út fyrir það að veita þeim sem eru með ofnæmi og óþol öruggar upplýsingar um innihald í réttunum sem í boði eru.

 

Ginger, tiltekur hvort rétturinn inniheldur glúten, mjólkurafurðir, sojaafurðir, hnetur www.ginger.is

Saffran, veitir heildrænar upplýsingar um hvern rétt www.saffran.is

Subway, veitir heildrænar upplýsingar um hvern rétt www.subway.is

Allar ábendingar um fleiri staði sem veita aðgengilegar upplýsingar á vefsíðu sinni eru vel þegnar og sendist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. því það er sjálfsagt að Astma- og ofnæmisfélag Íslands veki athygli á stöðum sem birta slíkar upplýsingar og bendi félagsmönnum sínum á þá því öll þurfum við að hafa val um það hvað við borðum og reyndar þá er skyndibitamarkaðurinn orðinn þannig að margt sem þar er boðið upp á er ljómandi hollur og næringarríkur matur á hóflegu verði.

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO