Tilkynningar
Bakari með hveitiofnæmi
Viðtal úr Fréttatímanum 20.desember 2013 við Elías Kjartan Bjarnason um hveitiofnæmi. Elíasi fannst fyrst sárt þegar fólk hló að því að hann væri bakari með hveitiofnæmi en getur nú séð spaugilegu hliðina. „Ég held að ég hafi kannski verið í afneitun til að byrja með. Ég var með mikil ofnæmiseinkenni og nefrennsli sumarið eftir að ég útskrifaðist,“ segir Elías Kjartan Bjarnason sem útskrifaðist með sveinspróf í bakaraiðn vorið 2012 en var greindur með ofnæmi fyrir hveiti, rúgmjögli og haframjöli í byrjun þessa árs. lías ætlaði upphaflega að læra til kokks og hóf nám á almennri matvælabraut við Menntaskólann í Kópavogi. „Þá fengum við að prófa kokkinn, þjóninn og bakarann, og komst þá að því að mér fannst lang skemmtilegast að baka.“ Hann segir að kennarinn sinn, Ásthildur Guðmundsdóttir sem hefur umsjón með grunndeildinni, hafi haft jákvæð og hvetjandi áhrif á sig sem hafi átt sinn þátt í að hann valdi bakarann. Elías fór á samning hjá Kökuhorninu í Bæjarlind þar sem hann var afar ánægður. „Yfirmaðurinn minn, Guðni Hólm sem rekur bakaríið, er mjög góð fyrirmynd. Ég hefði viljað verða jafn flinkur og hann,“ segir Elías. Hann var fjögur ár á samningi hjá Kökuhorninu, tók tvær annir í skólanum á þessum tíma og útskrifaðist fyrir hálfu öðru ári. Brátt fóru ýmis ofnæmisviðbrögð að gera vart við sig en Elías gerði sér ekki strax grein fyrir að um ofnæmi væri að ræða. Sjá viðtalið í heild sinni í Fréttatímanum og viðtal við Maríu Ingibjörgu Gunnbjörnsdóttur yfirlæknir ofnæmisdeildar Landspítalans |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO