Tilkynningar
Ráðstefna Lindarinnar í Keflavík 23-25 maí
Dagana 23-25 maí n.k. verður haldin ráðstefna í Kirkjulundi í Keflavík og er það Lindin, félag ummeðfædda ónæmisgalla sem stendur fyrir ráðstefnunni.
Hvað er markþjálfunFræðsluerindi um markþjálfun verður haldið mánudaginn 5. maí 2014 kl 17:00 á annari hæð SÍBS hússins Síðumúla 6 í Reykjavík Erindið mun svara eftirfarandi spurningum: Hvað er markþjálfun og hvernig leysir markþjálfi úr læðingi innbyggða möguleika einstaklings eða hóps? Fyrir hvern - hverja er markþjálfun og hvaða gagn er af henni? Tegundir markþjálfunar og hvaðan kemur markþjálfun? Er hægt að markþjálfa alla? Hvernig vel ég mér markþjálfa og hvað er góður markþjálfi? Hvar finnég markþjálfa?
Nýtt afmælisblað Astma- og ofnæmisfélags Íslands
Í ár fagnaði Astma- og ofnæmisfélagið 40 ára afmæli og var af því tilefni gefið út veglegt afmælisblað. Blaðið er tímamóta framtak þar sem helsta vinnan er á höndum ritstjórnar, eingöngu skipuð stjórnarmönnum. Í blaðinu má meðal annars finna ágrip á 40 ára sögu félagsins, grein móður ofnæmisveiks barns, viðtal við hárgreiðslukonu sem vinnur aðeins með "grænar" hársnyrtivörur, grein um krossofnæmi og margt fleira upplýsandi og skemmtilegt. Astma- og ofnæmisfélag Íslands gefur út tvö blöð á ári og eru allar ábendingar um spennandi efni vel þegnar. Sjá allt blaðið hér
Bæklingur um frjóofnæmi
Gefin hefur verið út bæklingur um frjóofnæmi og er það samvinnuverkefni Astma og Ofæmisfélags Íslands og Glaxo Smith Kline. Bæklingnum verður dreift á heilsugæslustöðvar og í læknastofur auk þess sem hægt verður að nálgast hann á skrifstofu Astma- og Ofnæmisfélags Íslands í Síðumúla 6 www.ao.is Frjóofnæmi er mjög algengt vandamál og hefur farið vaxandi. Fyrir 20 árum voru um Hér má sjá bæklinginn í heild sinni.
Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands
Aðalfundur AO verður haldinn miðvikudaginn 30. apríl 2014 í SÍBS húsinu, Síðumúla 6, kl. 17.15.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf .
Stjórn Astma- og ofnæmisfélags Íslands.
|
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO