Tilkynningar
HVERNIG Á AÐ MATREIÐA OFNÆMISFÆÐI Á ÖRUGGAN HÁTT? Námskeið á DalvíkHeiti námskeiðs:
HVERNIG Á AÐ MATREIÐA OFNÆMISFÆÐI Á ÖRUGGAN HÁTT? Kynning:
Astma- og ofnæmisfélag Íslands í Hörpunni, 2. - 4. októberAstma- og ofnæmisfélagi Íslands verður í Hörpunni um helgina ásamt Heilsutorgi og Lind á ráðstefnunni Heilsa og Lífsstíll 2015. Þar kennir ýmissa grasa en fyrirtæki og samtök sem tengjast heilnæmi og lífsstíl kynna þar þjónustu sína og hugmyndafræði fyrir gestum og gangandi.
Þétt dagskrá kynninga og fræðsluerinda er alla þrjá dagana en sýningin opnar kl. 14 á föstudag og stendur til kl. 17 á sunnudag. Margir viðburðir og uppákomur verða í boði og ættu allir að finna eitthvað fyrir sig og sína þessa þrjá daga. Astma- og ofnæmisfélag Íslands hvetur félagsmenn og aðra til að koma við á Heilsutorgs-AO básnum og heilsa upp á okkur þar. Aðgangur er ókeypis inn á sýninguna en lesa má um hana HÉR
Reykjavíkurmaraþon 2015
Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is. Þar geta skráðir þátttakendur safnað áheitum fyrir skráð góðgerðafélög. Hver sem er getur farið inná hlaupastyrkur.is og heitið á skráða hlaupara. Hægt er að greiða áheit með kreditkorti, debetkorti eða með því að senda sms skilaboð. Einnig er hægt að safna sem hópur og eru allar helstu upplýsingar hér. Við þökkum öllum þeim sem hlaupa og safna áheitum og eins þeim sem heita á hlauparana okkar, kærlega fyrir stuðninginn við Astma og ofnæmisfélag Íslands. Gangi ykkur vel!
Tilmæli AstraZeneca til notenda Bricanyl Turbuhaler um að athuga lotunúmer lyfsins (LOT 3510548B00) Sjá einnig á www.vistor.is
Sjúklingum, umönnunaraðilum og heilbrigðisstarfsmönnum er bent á að hafa samband við starfsmenn Vistor hf. í síma 535 7000 óski þeir eftir frekari upplýsingum. |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO