Tilkynningar
Muna að greiða félagsgjaldið
Ágæti félagsmaður Við tökum reglubundið upp umræður um félagsgjöld í blaðinu okkar og nauðsyn þess að félagsmenn greiði þau í tíma. Stjórn AO og fleiri aðilar starfa sem sjálfboðaliðar fyrir félagið og í nefndum sem félagið á fulltrúa í og láta þar ekki sitt eftir liggja. Ávöxtur þessarar vinnu er aðgangur félagsmanna að þjónustu er snýr að hagsmunagæslu þeirra, samtal og aðstoð frá starfsmanni á skrifstofu og sérstök aðstoð frá formanni eða stjórn. Fréttablað tvisvar á ári, rafrænir upplýsingapóstar, fagleg fræðsla og jólaball fyrir börn með ofnæmi og systkini þeirra.
Margir eru vanir að nota heimabanka og greiða þar ýmsa reikninga og fylgir AO nútímanum í því að félagsgjöldin má greiða í heimabanka. Hins vegar eru einhverjir sem nota ekki heimabanka og þeir valkostir sem standa þeim til boða eru að fá sendan greiðsluseðil, að greiða með greiðslukorti og að setja félagsgjöldin í beingreiðslur en síðastnefndu þjónustuna þarf að óska eftir í gegnum sinn banka. Óska má eftir greiðsluseðli með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða að hringja í 560-4814 á mánudögum milli 9 og 15. ![]()
Hver félagsmaður skiptir okkur máli en einnig hver greiðsla því félagsgjöldin eru grundvöllur þess að félagið nái að halda áfram að vaxa og gæta hagsmuna félagsmanna sinna.
Stjórn Astma- og ofnæmisfélags Íslands óskar félagsmönnum gleðilegs sumarsMargir telja að félagsskapur eins og Astma- og ofnæmisfélag Íslands hafi aukið vægi og njóti meiri vinsælda en áður. Mannauður okkar eykst og einstaklingar hafa samband með fyrirspurnir, ábendingar og einnig til að bjóða fram krafta sína til að bæta hag annarra. Einnig hafa einstaklingar samband til að fá stuðning í hagsmunabaráttu vegna astma og ofnæmis en almennt er tilfinningin sú að astmi og ofnæmi sé að aukast og taka fulltrúar félaganna á hinum Norðurlöndunum í sama streng. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá skipta sjúklingasamtök meira máli þegar innviðir heilbrigðiskerfisins eru ekki nægjanlega sterkir, ekki að við ætlum að setja okkur í spor meðferðaraðila heldur erum við stuðningur og styrkur og þar skiptum við sannarlega máli.
Ofnæmisvaldar í farþegaflugi, þar sem hnetur eru nærtækasta dæmið, hafa verið efni bréfaskrifta af hálfu félagsins þar sem vekja hefur þurft athygli á því að bættar verklagsreglur flugfélaga séu nauðsynlegar til varnar því að dauðsfall hljótist af.
Það er margt sem stjórn AO hefur á prjónunum. Félagið hefur eflst í sínu norræna samstarfi og mun á haustdögum vera þátttakandi í samnorrænni viku þar sem vakin er athygli á því að fjöldi fólks þolir illa lykt og ilm af ýmiskonar ilm- og þrifaefnum svo og ilmvötnum og rakspírum, þetta vandamál er ekki á undanhaldi. Einnig er í gangi annað öflugt samnorrænt verkefni er snýr að sérstökum merkingum á vörum sem innihalda ekki ofnæmisvaldandi efni. Þar er hinn gríðarstóri norræni markaður undir. Námskeið um eldun ofnæmisfæðis er á döfinni á haustmánuðum og fleiri fræðslubæklingar munu líta dags ljós. Allt þetta til að bæta hag þeirra sem nú þegar stríða við astma og ofnæmi en einnig til að reyna að stemma stigu við þeirri þróun að það fjölgi enn frekar í hópnum. Stjórn Astma- og ofnæmisfélags Íslands óskar félagsmönnum gleðilegs sumars.
Fríða Rún Þórðardóttir Formaður AO
Styrkir afhentir úr Styrktarsjóði AO 2015Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands var haldinn þann 29. apríl síðastliðinn. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa voru afhentir styrkir úr Styrktarsjóði AO. Að þessu sinni hlutu styrki þær Anna Kristín Þórhallsdóttir, sérnámslæknir í heimilislækningum á Lungna- og ofnæmisdeild LSH og Monique Van Oosten sjúkraþjálfari á Reykjalundi og starfsmaður í heimaþjónustu en þær hlutu báðar styrk vegna rannsókna sinna er tengjast astma og ofnæmi.
Monique hefur undanfarin ár rannsakað nýlega öndunartækni, svokallaða Buteyko-aðferð og jafnframt áhrif hvíldaröndunar á einkenni og stjórn astmasjúkdómsins. Buteyko- aðferðin hefur gefist gríðarlega vel gegn astma og öðrum öndunarsjúkdómum og hentar sérstaklega vel fólki með langvinnar berkjabólgur, astma, lungnaþembu, ofnæmi, kæfisvefn, síþreytu og háþrýsting. Aðferð Buteykos kemur mörgum spánskt fyrir sjónir í fyrstu en aðferðin byggir að miklu leyti á því að hægja á önduninni. Nánar um rannsóknirnar hér
AO er stolt af því að vera styrktaraðili slíkra verkefna og óskar styrkhöfum góðs gengis við rannsóknir sínar.
Framhaldsaðalfund AO þann 12. maí nk. kl. 17:15
Við minnum á framhaldsaðalfund AO þann 12. maí nk. kl. 17:15 í Síðumúla 6 Vonumst til að sjá ykkur sem flest Með kveðju Stjórn AO
Kringlan þriðjudaginn 5. maí 2015 frá kl. 14-18Astma- og ofnæmisfélag Íslands verður á 2. hæð í Kringlunni fyrir framan Eymundsson, þriðjudaginn 5. maí frá kl. 14-18 og kynnir þar starfsemi sína og útgefið efni. Hvetjum alla sem vilja fræðast um félagið og starfsemi þess til að mæta. |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO