Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1
09. Apr 2014

Hefur rekist á fiskifýlu-heilkennið á Íslandi

Michael Clausen„Það er viðbúið að fólk annars vegar þori ekki að tala um þetta og hins vegar er ekki víst að allir læknar þekki þetta,“ segir Michael Clausen, sérfræðingur í ofnæmissjúkdómum barna, í samtali við DV í kvöld um genatengda efnaskiptagallann trimethylaminuria, TMAU, eða fiskifýlu-heilkenni. Heilkennið lýsir sér þannig að fiskilykt er af svita, andardrætti og þvagi manneskju sem ber genagallann. DV fjallaði í dag um hina bresku Ellie James sem hefur þjáðst af trimethylaminuria í 14 ár, frá því hún var þrítug, og hefur orðið fyrir miklu aðkasti vegna fiskilyktarinnar.

 

Sjá nánar á vef DV

 

 

Michael segist ekki vita til þess að búið sé að rannsaka algengi TMAU á Íslandi og telur hann vanta meiri þekkingu um frávikið. Hann segist sjálfur hafa rekist á nokkur tilfelli á undanförnum 20 árum, en allt undir ársgömul börn hafi verið greind með frávikið. Hann segir foreldra barna ekki endilega leita til læknis sérstaklega vegna lyktarinnar en þegar þeir séu komnir til læknis vegna annars kvilla, beri þessi skrítna lykt á góma. Í tilviki Ellie James segir Michael að líklegt sé að hún hafi fengið heilkennið út frá einhverri sýkingu, en í einhverjum tilfellum getur slíkt gerst.

„Fullt af ráðleggingum til á netinu“

Trimethylamine er efni sem brotnar ekki rétt niður og hleðst upp í líkamanum, losnar út með svita, andardrætti og þvagi og gefur frá sér þessa sterku fiskilykt. Segir Michael misjafnt eftir löndum hversu algengt frávikið er, en það séu til að mynda um 0,5 til eitt prósent Breta með það á meðan um 11 prósent séu með frávikið í Nýju Gíneu. Þá segir hann að einkennin, eða lyktin, geti verið mjög misjöfn eftir einstaklingum en líkt og áður kom fram er engin lækning til við gallanum. Hann segir fólk sem er með TMAU vera fullkomnlega eðlilegt og gallinn hafi ekki áhrif á aðra líkamsstarfsemi.

Michael segir vissa fæðu auka fiskilyktina og nefnir þar ákveðið kjöt, egg og baunir og fólki sé ráðlagt að borða minna af slíkum mat. „Ef einhver kannast við þetta á hann endilega að leita til síns heimilislæknis með sínar grunsemdir. Svo er fullt af ráðleggingum til á netinu,“ segir hann.

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO