Tilkynningar
Reykjavíkurmaraþon 2022 - viltu hlaupa fyrir AO í ár ?Ágæti lesandiReykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór ekki varhluta af Covid faraldrinum svo fresta þurfti viðburðinum í tvígang. Í ár er skipulagning hlaupsins hins vegar kominn á fullt skrið þar á meðal áheitasöfnunin „Hlauptu til góðs“ sem margir þekkja. Við hjá AO erum mjög þakklát þeim sem hlaupið hafa til góðs í okkar þágu í gegnum árin en þeir hafa safnað fé sem AO hefur síðan notað til að styrkja ýmiss verkefni meðal annars námskeið fagfólks erlendis og til kaupa á tækjabúnaði fyrir nýburaskimun á ónæmisgöllum sem notað er á Landspítala. Okkur hjá AO langar að komast í samband við þá sem hafa á liðnum árum safnað áheitum fyrir AO og einnig þá sem stefna á þátttöku í hlaupinu í ár og myndu vilja skrá AO sem sitt málefni til að hlaupa fyrir. Í staðinn mun AO gefa hlauparanum æfingabol merktan AO og í aðdraganda hlaupsins fylgjast með því hvernig æfingar ganga og söfnun áheita. Við höfum hugmyndir um að birta mynd af hlaupurum á FB síðu AO og hvetja þannig þá sem fylgja okkur, til að heita á hlauparana og hvetja þá þannig áfram í undirbúningnum og við áheitasöfnunina. Þeir sem opnir eru fyrir þessari hugmynd eru beðnir um að hafa samband með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og á Fríðu Rún formann AO This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við höfum svo samband til baka. Einnig bendum við á að ef að AO félagi hefur einhverjar spurningar varðandi undirbúninginn getur hann eða hún sent póst á Fríðu Rún sem hefur ágæta reynslu á hlaupa- og næringarsviðinu auk þess að vera þjálfari hlaupahóps. Með kveðju Astma- og ofnæmisfélag Íslands.
NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS birta frjókornaspáÁ vef www.ni.is er birt frjókornaspá. Fylgstu með hér Frjókornaspár fyrir Akureyri og höfuðborgarsvæðið eru uppfærðar alla virka daga fram til septemberloka en þá lýkur frjótímabilinu hér á landi. Við gerð frjókornaspár eru frjómælingagögn og nýjasta veðurspá notuð til að áætla hversu mikið af frjókornum má búast við næstu dagana. Magn frjókorna er flokkað í flokkana: „ekkert“, „lítið“, „miðlungs“ eða „hátt“. Spáin segir til um hvaða frjókorna má vænta í andrúmsloftinu og hver væntanleg þróun í fjölda þeirra er.
Aðalfundur 2022Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 3. maí kl. 17:15, í nýjum húsakynnum SÍBS að Borgartúni 28A. Gengið er inn að framanverður og um inngang lengst til vinstri. Þeir sem óska eftir að sitja fundinn í gegnum fjarfundarbúnað eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofuna á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í Sími 560 4814 eða 552 2150 milli kl. 9 og 15, á mánudögum Allir félagsmenn hjartanlega velkomnir Stjórn Astma- og ofnæmisfélags Íslands |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO