Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Uppskriftabókin Kræsingar sem Astma og...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Reykjavíkurmaraþon 2017

reykjavikurmaraþon 2017Kæri AO félagi og aðrir viðtakendur

 
Vonum að þið hafið það sem allra best og séuð að njóta sumarsins.

 

Astma- og ofnæmisfélag Íslands (AO) er á lista þeirra góðgerðarfélaga sem hlaupið er fyrir í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer í þrítugasta og fjórða sinn laugardaginn 19. ágúst næstkomandi.

Lesa meira...

Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands 2017

halloAðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 6. júní 2017 í húsakynnum SÍBS Síðumúla 6, 2. hæð Kl 17.15.

 

Dagskrá:

Venjulega aðalfundarstörf.

 

            Stjórn Astma- og ofnæmisfélags Íslands

Er leiðin greið?

crop-er-leidin-greid33Málþing um algilda hönnun í almenningsrými – í borgum, bæjum og á ferðamannastöðum

 

Aðgengishópur Öryrkjabandalags Íslands, Blindrafélagið, Verkís hf., Átak- félag fólks með þroskahömlun og Reykjavíkurborg bjóða til málþings um algilda hönnun utandyra, í þéttbýli og á ferðamannastöðum.

Málþingið er haldið í samvinnu við Umhverfisráðuneytið, Ferðamálastofu, Mannvirkjastofnun og Vegagerðina.

 

Tími: föstudagurinn 10. mars, kl. 9:00-13:00

Staður: Grand hótel, Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Skráning fyrir 3. mars: http://www.obi.is/is/moya/formbuilder/index/index/skraning-a-malthingid-er-leidin-greid

Dagskrá má finna hér

 

Málþingið er haldið í tengslum við alþjóðlegan dag aðgengis sem er 11. mars. Fjallað verður um aðgengismál innan byggðar og á ferðamannastöðum.

Kynnt verður ný rannsóknarskýrsla sem unnin var af verkfræðistofunni Verkís, en tilgangur verkefnisins var að gera ítarlega úttekt á hönnunarreglum og stöðlum sem lúta að algildri hönnun í útiumhverfi í Svíþjóð, Danmörku og Noregi og bera saman við íslenskar reglur og staðla.

Brugðið verður ljósi á aðgengisþarfir fatlaðs fólks í almenningsrými innan byggðar og af hverju algild hönnun er mikilvæg við skipulagningu gatna og torga. Kynntur verður leiðbeiningarbæklingur sem aðgengishópur ÖBÍ gefur út á málþinginu.

Gerð verður grein fyrir stöðu aðgengismála á ferðamannastöðum á Íslandi. Sagt verður frá niðurstöðum úr ferð aðgengishóps Átaks – félags fólks með þroskahömlun, sem birtar voru í nýlegri skýrslu.

Veitt verður aðgengisviðurkenning Reykjavíkurborgar í fyrsta sinn.

Fulltrúar frá Ferðamálastofu, Mannvirkjastofnun og Vegagerðinni halda erindi á málþinginu og Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra flytur ávarp.

Málþingið er ókeypis og öllum opið. Boðið verður upp á veitingar í hádeginu. 

Rit- og táknmálstúlkun er í boði – óska þarf eftir túlkun við skráningu á málþingi

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO