Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1
27. Jún 2022

Reykjavíkurmaraþon 2022 - viltu hlaupa fyrir AO í ár ?

Ágæti lesandi

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór ekki varhluta af Covid faraldrinum svo fresta þurfti viðburðinum í tvígang. Í ár er skipulagning hlaupsins hins vegar kominn á fullt skrið þar á meðal áheitasöfnunin „Hlauptu til góðs“ sem margir þekkja.

RM 2022 - Hlaupum Söfnum Styrkjum

Við hjá AO erum mjög þakklát þeim sem hlaupið hafa til góðs í okkar þágu í gegnum árin en þeir hafa safnað fé sem AO hefur síðan notað til að styrkja ýmiss verkefni meðal annars námskeið fagfólks erlendis og til kaupa á tækjabúnaði fyrir nýburaskimun á ónæmisgöllum sem notað er á Landspítala.

Okkur hjá AO langar að komast í samband við þá sem hafa á liðnum árum safnað áheitum fyrir AO og einnig þá sem stefna á þátttöku í hlaupinu í ár og myndu vilja skrá AO sem sitt málefni til að hlaupa fyrir.

RM 2022 - Hlaupum Söfnum Styrkjum - bolir

Í staðinn mun AO gefa hlauparanum æfingabol merktan AO og í aðdraganda hlaupsins fylgjast með því hvernig æfingar ganga og söfnun áheita. Við höfum hugmyndir um að birta mynd af hlaupurum á FB síðu AO og hvetja þannig þá sem fylgja okkur, til að heita á hlauparana og hvetja þá þannig áfram í undirbúningnum og við áheitasöfnunina.

Þeir sem opnir eru fyrir þessari hugmynd eru beðnir um að hafa samband með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og á Fríðu Rún formann AO This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við höfum svo samband til baka.

Einnig bendum við á að ef að AO félagi hefur einhverjar spurningar varðandi undirbúninginn getur hann eða hún sent póst á Fríðu Rún sem hefur ágæta reynslu á hlaupa- og næringarsviðinu auk þess að vera þjálfari hlaupahóps.

Með kveðju

Astma- og ofnæmisfélag Íslands.

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO