Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1
18. Jan 2022

Covid-19 bólusetningar barna og fullorðinna með astma og ofnæmi.

 

EKKI SKAL GEFA COVID-19 BÓLUSETNINGU einstaklingum með

VARÚÐ VIÐ COVID-19 BÓLUSETNINGU

ÓHÆTT ER AÐ BÓLUSETJA GEGN COVID-19

sögu um eftirfarandi frábendingar*:

  • Alvarlegt ofnæmisviðbragð, t.d. bráðaofnæmiskast, (e: anaphylaxis) eftir skammt af COVID-19 bóluefni
  • Þekkt (greint) eða grunur um ofnæmi fyrir innihaldsefnum COVID-19 bóluefnis1)

hjá fólki með enga frábendingu* en sögu um eftirfarandi:

  • Brátt ofnæmissvar  við öðru bóluefni (ekki COVID-19) eða sprautumeðferð
  • Ekki alvarlegt en brátt (<4 klst) ofnæmisviðbragð eftir fyrri skammta af COVID-19 bóluefni

Ath: fólk sem getur ekki þegið mRNA COVID-19 bóluefni verður að fá sérfræðiálit á hvort það getur þegið önnur COVID-19 bóluefni

börn eða fullorðna sem ekki eru með frábendingu* eða varúð og með sögu um:

  • Ofnæmi þ.m.t. bráðaofnæmiskast (e: anaphylaxis) fyrir lyfjum sem tekin eru um munn (einnig þótt þau séu til í sprautuformi)
    • Saga um ofnæmi fyrir fæðu, gæludýrum, skordýrum, frjókornum, umhverfisþáttum, latexi o.s.frv. (þ.m.t. bráðaofnæmiskast e: anaphylaxis).
    • Fjölskyldusaga um ofnæmi

Hvað skal gera:

  • Ekki bólusetja með COVID-19 bóluefni
  • Vísa til sérfræðings í ofnæmis-ónæmislækningum
  • Íhugið að nota annað bóluefni ef viðeigandi miðað við aldur

Hvað skal gera:

  • Meta áhættuna
  • 30-mínútna eftirlit ef ákveðið er að bólusetja
  • Vísa til sérfræðings í ofnæmis-ónæmislækningum

Hvað skal gera:

  • 30 mínútna eftirlit eftir bólusetningu ef saga er um alvarlegt bráðaofnæmiskast (anaphylaxis) af hvaða orsök sem er (öndunarfæraeinkenni, blóðþrýstingsfall)
  • 15-mínútna eftirlit: allir aðrir
 
*Frábending:
Ef viðkomandi er með eftirfarandi má ekki gefa lyfið. 
 

Innihaldsefni COVID-19 bóluefna:

a) Pfizer-BioNTech (mRNA) bóluefni (> 5 ára): mRNA sem skráir broddprótein (S) SARS-CoV-2 veirunnar, 2polyethylene glycol (PEG)-N,N-ditetradecylacetamide,1,2-distearoyl-sn-glycero-3-phospocholine, cholesterol, (4-hydroxybutyl)axanediyl)bis(hexane-6,1-diyl)bis(2-hexyldecanoate), Tromathamine, Tromethamine hydrochloride, sucrose, kalium chloride (>12 ára) og dibasic sodium phosphate dihydrate (>12 ára).

b) Moderna (>18 ára): mRNA sem tjáir broddprótein (S) SARS-CoV-2 veirunnar, PEG2000-DMG:1,2-dimyristoyl-rac-glycerol, methoxypolyethylene glycol, 1,2-distearoyl-sn-glycero-3-phosphocholine, Cholesterol, SM-102:heptadecan-9-yl 8-((2-hydroxyethyl) (6-oxo-6-(undecyloxy) hexyl) amino) octanoate.

c) Janssen (viral vector) (>18 ára): Bóluefnið inniheldur aðra veiru (adenóveiru) sem breytt hefur verið á þann veg að hún inniheldur genaupplýsingar til að framleiða prótein sem einkennir SARS-CoV-2 veiruna.Polysorbate-80, 2-hydroxypropyl-β-cyclodextrin, Citric acid monohydrate, Trisodium citrate dihydrate, natríum, etanól.

d) Astra-Zeneka (viral vector) (>18 ára): Bóluefnið inniheldur aðra veiru (adenóveiru) sem breytt hefur verið á þann veg að hún inniheldur genaupplýsingar til að framleiða prótein sem einkennir SARS-CoV-2 veiruna, L-histidín, L-histidín hýdróklóríð einhýdrat, magnesíumklóríð hexahýdrat, pólýsorbat 80 (E 433), súkrósi, dínatríumedetat (díhýdrat), natríum og etanól.

e) Engin þessara bóluefna innihalda egg, gelatin, latex, eða rotvararefni. Öll COVID-19 bóluefnin eru laus við málma s.s. járn, nikkel, kóbalt, litíum, ál eða nokkuð sem viðkemur tækni við framleiðslu.


Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO