Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

HEILBRIGÐISKERFI Á KREPPUTÍMUM

RÁÐSTEFNA Á VEGUM SÍBS

HALDIN Í NORRÆNA HÚSINU

KL. 13.00 - 16.00, ÞRIÐJUDAGINN 23. FEBRÚAR 2010

 

Kl. 13.00-13.05

Setning: Sigurður Rúnar Sigurjónsson, formaður SÍBS

Kl. 13.05-13.25

Heilsan og hagsveiflan.

Tinna Ásgeirsdóttir, lektor við hagfræðideild Háskóla Íslands og formaður meistaranáms í heilsuhagfræði

Kl. 13.25-13.40         

Lyfjamál astmasjúklinga.

Davíð Gíslason, læknir          

Kl. 13.40-14.00         

Staða sjúklinga á tímum samdráttar í heilbrigðiskerfinu.

Sigmar B. Hauksson, formaður Astma- og ofnæmisfélagsins og fulltrúi í stjórn SÍBS

KL. 14.00-14.15        

Verður læknaskortur á Íslandi?

Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands

Kl. 14.15-14.35         

Hvernig tryggjum við heilbrigði, virkni og þátttöku sjúkra og fatlaðra á samdráttartímum?

Hjördís Jónsdóttir, lækningaforstjóri Reykjalundar

KL. 14.35-14.55        

Kaffihlé

Kl. 14.55-15.10         

Eru kaup á lyfjum óþarfa bruðl?

Jakob Falur Garðarson, frá Frumtökum, samtökum framleiðenda frumlyfja

Kl. 15.10-15.30         

Niðurskurður í þjálfun- skammgóður vermir?

Kristján Hjálmar Ragnarsson, sjúkraþjálfari

Kl. 15.30-15.45         

Ávarp heilbrigðisráðherra.

Álfheiður Ingadóttir,  heilbrigðisráðherra

Kl. 15.45-15.50         

Lokaorð. 

Helgi Hróðmarsson, framkv.stj. sviðs félagsmála- og fjáröflunar SÍBS

Breyting á greiðsluþátttöku vegna öndunarfæralyfja 1. janúar 2010

Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga vegna ákveðinna öndunarfæralyfja breytist 1. janúar 2010. Breytingin felur í sér að ódýrustu innúðalyfin til meðferðar við astma og langvinnri lungnateppu verða með almenna greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. Með þessu er áætlað að spara 200-300 milljónir kr. í lyfjakostnað sjúkratrygginga á ársgrundvelli. Er breytingin í samræmi við það sem gert hefur verið í lyfjamálum á árinu.

Ef læknir metur að sjúklingur þurfi á meðferð með dýrari lyfjunum að halda, getur læknir sótt um lyfjaskírteini (greiðsluþátttöku) til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Uppfylla þarf ákveðin skilyrði fyrir útgáfu lyfjaskírteinis. Lyf sem falla undir breytinguna

Um 28 þúsund einstaklingar hafa fengið ávísað innúðalyfi s.l. eitt ár og nam kostnaður sjúkratrygginga í þessum flokki 841 milljón kr. árið 2008 og stefnir í 1.034 milljónir kr. á þessu ári. Markmið breytinganna er að ná fram 200-300 milljóna kr. sparnaði í lyfjakostnað sjúkratrygginga á ársgrundvelli.

Til þess að sjúklingar sem nú þegar eru á dýrari lyfjunum fái nægan tíma til að kynna sér breytingarnar og ræða við lækni verða lyfjaávísanir á lyf í ofangreindum lyfjaflokki gefnar út fyrir 1. janúar 2010 með óbreyttri greiðsluþátttöku til 1. apríl 2010.

Mikilvægt er að allir notendur innúðalyfja við teppusjúkdómum í öndunarvegi kynni sér breytingarnar í næsta apóteki eða hjá lækni.

  • Reglugerð nr. 236/2009
  • Vinnuregla fyrir útgáfu lyfjaskírteinis

Afsláttur félagsmanna í AO í lyfjaverslunum Lyfjavals

Sem kunnugt er fá félagsmenn AO ríflegan afslátt af lyfjum auk 10% afslátt af öðrum vörum. Félagsmenn hefur munað um þennan góða afslátt og nýtt sér hann vel.

Um áramót taka gildi ný lög sem hafa það í för með sér að innflytjendum lyfja og framleiðendum verður ekki heimilt að veita lyfölum afslátt. Það þýðir í raun að lyfjaverslanirnar geta ekki veitt hagsmunasamtökum afslátt lengur. Í burðarliðnum er nýtt kerfi þar sem setja á þak á útgjöld einstaklinga til lyfjakaupa. Hefur í því sambandi verið rætt um kr. 40.000. Í stuttu máli þýðir það að enginn á þurfa að eyða meiri fjárhæð til lyfjakaupa á ári en 40.000. Þegar því marki er náð fær viðkomandi lyfin frítt. Þar sem nú ríkir alvarleg efnahagskreppa hér á landi eru líkur á að framkvæmd þessara laga tefjist eitthvað.

Hins vegar fá félagsmenn í AO afslátt eins og verið hefur í Lyfjavali fram til áramóta. Það er von okkar að heilbrigðisráðherra fresti því að hin nýju lög taki gildi og að næstu árin geti sjúklingasamtök fengið afslátt í lyfjaverslunum eins og verið hefur.

Sigmar B. Hauksson
Formaður Astma- og ofnæmisfélagsins

Myglusveppir í húsum

Myglusveppir

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO